Kjósið mig – ég grátbið ykkur

„Mér finnst Alþingið okkar fínt að mestu leyti,“ sagði Jón Gnarr í ræðu sinni á framboðsfundi á Kaffi Ilmi á Akureyri síðdegis í dag.

Jón ræddi á fundi sínum mikilvægi þess að sporna gegn sundrungu. Hann sagði talað of illa um þingmenn.

Hins vegar væri ofmettun á embættismönnum. Fleira fólk vantaði til leiks með listrænan og skapandi bakgrunn eins og hann.

„Kjósið mig – ég grátbið ykkur,“ sagði Jón og hló.

Jón Gnarr vék orðum sínum að þeim sem halda á lofti að forseti Íslands þurfi að hafa bakgrunn úr pólitík eða stjórnsýslu. Hann sagði að Ísland væri þekkt fyrir tvennt, annars vegar stórbrotna náttúru og hins vegar listamenn. Enginn hefði nokkru sinni hælt orðspori fólks úr stjórnsýslu hér á landi hvað þá pólitík á erlendri grundu – nema síður væri.

Fundur Jóns var ekki eins fjölmennur og fundir Höllu Tómasdóttur og Katrínar Jakobsdóttur sem fram fóru fyrr á Akureyri í dag. Ólíkt hinum tveimur bauð Jón upp á tónlistaratriði og hélt fundinn undir berum himni í veðurblíðu. Vilhjálmur Bragason vandræðaskáld og leikari var Gnarr til halds og trausts á fundinum.

Jón fékk lófaklapp þegar hann lofaði að ef hann yrði forseti myndi hann flytja skrifstofu forsetaembættisins að minnsta kosti eina viku á ári til Akureyrar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí