Kolbrúnu Bergþórs skorti getu til greininga

Auður Jónsdóttir rithöfundur hefur birt pistil á Heimildinni þar sem hún ræðir elítismann sem hún segir einkenna framboð Katrínar Jakobsdóttur.

Rithöfundurinn rifjar upp að þegar Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntagagnrýnandi líkti í Mogganum forsetaframbjóðandanum Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur við eltihrelli í Netflix-seríunni Baby Reindeer vegna gagnrýni á fyrrum forsætisráðherra í forsetaframboði, hafi kviknað spurningin: „Er Kolbrún yfir höfuð með getu til að greina samtímann og þá samtímabókmenntir?“

Í skjóli valds hafi Kolbrún beitt eineltistaktík með eigin skrifum að mati Auðar.

Auður segir að þegar menningarlegt vald, vald fjármagns og vald sjálfs valdakerfisins leggist saman í eina sæng gefist ekki lengur eðlilegt andrými til skoðanaskipta eða átaka. 

„Veruleikinn verður: Hinir voldugu andspænis hinum valdaminni- og lausu,“ segir hún. „Vélvirkjar Sjálfstæðisflokksins baka köku, orðræðu og vídeó, sumir fyrir opnari tjöldum en aðrir, vanir að redda Bjarna Ben og meðvitaðir um að ef forsetinn þarf að skreppa úr landi getur Bjarni í ofan á lag verið handhafi forsetavaldsins. Og sprautur í VG hlæja í samtakamætti með Sjálfstæðisflokknum sem er löngu orðinn þeim eiginlegur. Mogginn er jafn þægilega retró og Friðarhúsið á Snorrabraut; þetta skemmtilega land nostalgíunnar er þeirra og útlendingafrumvarpið hefur séð til þess að það er opnara fyrir norskum fyrirtækjum að þurrausa firðina en fólki í neyð sem raskar við eitís-ásýnd þess,“ skrifar Auður.

„Það sem hefur virkað fráhrindandi varðandi stuðninginn við framboð Katrínar er hvernig sumir boldangs stuðningsmenn hennar eru ómeðvitaðir um fyrirferð sína á kostnað þeirra sem búa ekki að því sama. Jafnvel þannig að í krafti stöðu sinnar reyna sumir þeirra að eyða hvers konar gagnrýni sem á ekki bara rétt á sér heldur inniheldur spurningar sem er nauðsynlegt er að velta fyrir sér – samfélagsins vegna. Þannig verða skilaboðin: Þið eruð óvitar – hlustið á okkur!“

Sjá allan pistil Auðar hér:

https://heimildin.is/grein/21990/thid-erud-ovitar-hlustid-a-okkur/?fbclid=IwZXh0bgNhZW0CMTEAAR3HpPn4GKIfs7M5p8D4FuCCHvnQ3dUkjauIqvyjtU2MGH2T6PfCs7hStIs_aem_AcaHLP0B7cWLIJ6eoHuIyKq9Z4Od54Y1tRR_DAqT8MNroUvLleHvvnGEb73a_e6S8HF2QIe-1pOO73gGwVO9Uvqs

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí