Lilja Alfreðs gegn kynhlutleysi íslenskunnar

Vala Hafstað skáld og leiðsögumaður var til umræðu á Alþingi í dag en eins og dyggir lesendur Samstöðvarinnar vita eftir viðtal við Völu, urðu mikil viðbrögð eftir pistil sem hún birti á Vísi um að Rúv virtist stefna að því að útrýma orðinu „maður“ úr tungunni.

Bergþór Ólason Miðflokki spurði Lilju Alfreðsdóttur ráðherra um kynhlutlaust mál sem Rúv væri í forystu fyrir. Hann spurði hvort línur hefðu verið lagðar að „linnulausum árásum á málfræðigrunn íslenskunnar“ eins og hann orðaði það. Hann vildi einnig vita  hver afstaða Lilju væri í málinu.

Lilja svaraði að ráðuneyti hennar hefði ekki lagt þessa línu. Hún væri „sjálfsprottin hjá Ríkisútvarpinu“.

„Ég verð að segja það að ég hef talsverðar áhyggjur af því ef misvísandi skilaboð eru um breytingar,“ sagði Lilja.

Bergþór tók sem dæmi hvort fólk segir allir velkomnir eða öll velkomin.

Lilja sagði að þróunin gæti leitt til að erfiðara yrði fyrir fólk af erlendum uppruna að tileinka sér tungumálið.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí