Margir ræða strategíska kosningu

Forsetakosningar 2024 17. maí 2024

Meint hlutdrægni, handahreyfingar, morð á börnum og sitthvað fleira eru umræðuefnin meðal íslensku þjóðarinnar eftir kappræður sex efstu frambjóðenda í baráttunni um Bessastaði, sem fram fóru á Stöð 2 í gærkvöld.

Margir hafa skrifað um að þeim finnist óviðeigandi að stuðningur við Katrínu Jakobsdóttur hafi komið fram í innslagi sem sýnt var í þættinum á Stöð 2 með rödd almennings. Hinir frambjóðendur hafi ekki notið sömu trakteringa. Margir nefna að Katrín virðist njóta forréttinda valda og tengsla í heimi meginstraumsfjölmiðla.

Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri sagði í kappræðunum að hún hefði helst verið gagnrýnd fyrir handahreyfingar í kappræðum Rúv.

Það kann að vera til marks um málefnaþurrð sem gæti orðið vísbending um að persónuleg afstaða og sjarmi ráði miklu á kjördag. Þó hefur skapast umræða um skoðun Arnars Þórs Sigurðssonar sem ræddi þungunarrof í gærkvöld.

Frambjóðendur fengu færi á tilþrifum þegar Heimir Már Pétursson spyrill og fréttamaður spurði hvort rambjóðendurnir í hópnum hefðu hugsanlega farið á djammið þegar þeir voru yngri og fundið sér hjásvæfu? Mogginn gerði barferð Baldurs Þórhallssonar að umræðuefni í Spursmálum fyrir nokkrum vikum.

Eftir þáttinn í gærkvöld hafa margir sett fram þá skoðun á samfélagsmiðlum að þeir muni ekki endilega velja sér þann frambjóðanda á kjördag sem þeir vildu helst sjá í embætti á Bessastöðum.

„Hef fylgst með Skrímsladeildinni þ.m.t. Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur á RÚV, andskotast í Baldri Þórhallssyni fyrst og síðan Höllu Hrund Logadóttur, hún hefur gefið skotleyfi á alla sem eru ekki Katrín J og ógna kjöri hennar,“ skrifar Erling Ingvason þjóðfélagsrýnir og tannlæknir í færslu á facebook eftir þáttinn í gærkvöld.

„Þetta virkar á sumt fólk, nógu margt fólk, ég hugsa að ég endi með því að kjósa strategískt þann sem verður í bestri stöðu eftir tvær vikur og er ekki skjólstæðingur Skrímsladeildarinnar,“ segir Erling.

Ný fylgiskönnun Maskínu sem kynnt var í gærkvöld á Stöð 2 sýnir að þótt Halla Hrund hafi fallið um nokkur prósent eykst fylgi Katrínar ekki. Fylgi Höllu Tómasdóttur er á hraðastri uppleið og virðist sem Höllurnar tvær, Katrín og Baldur eigi öll möguleika á Bessastöðum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí