Fyrsti kvenkyns forseti Mexíkó úr flokki sem tvöfaldaði traust kjósenda

Claudia Sheinbaum fagnar stórsigri

Kjósendur í Mexíkó gengu að kjörklefum í gær og líkt og Íslendingar kusu þeir sér kvenkyns forseta. Öllu sögulegra er það fyrir Mexíkó sem hefur aldrei kjörið konu áður til embættisins, en konur fengu ekki kosningarétt í Mexíkó fyrr en árið 1953.

Claudia Sheinbaum er 61 árs ára gömul og sigraði mótframbjóðendur sína með yfirburðum þar sem hún hlaut 58% atkvæða. Sheinbaum leiðir Morena-hreyfinguna, flokk sem komst fyrst til valda fyrir 6 árum síðan, þá undir persónulegri forystu Andrés Manuel López Obrador sem gegnt hefur embætti forseta síðustu 6 ár, en það er lengd eins kjörtímabils mexíkóskra forseta.

Morena-hreyfingin spratt upp úr mikilli og langvarandi óánægju með skynjaða spillingu og óreiðu í mexíkóskum stjórnmálum, þar sem meiri áhersla var lögð á skipulagðan hernað gegn glæpagengjum heldur en stuðning við eigin borgara.

Traust á yfirvöldum í Mexíkó rúmlega tvöfalt miðað við á Íslandi

Það sem Morena-hreyfingunni hefur tekist á ekki lengri tíma er meðal annars að þrefalda lágmarkslaun, stórauka bætur til aldraðra og annarra hópa sem höllum fæti standa í samfélaginu og dæla fjármunum í opinbera innviði. Fyrir vikið hefur hreyfingunni tekist að tvöfalda traust á yfirvöldum sem mælist nú rúmlega 60%, tvöfalt hærra en í Bandaríkjunum og rúmlega tvöfalt á við traust Íslendinga á Alþingi, sem mældist um 25% í fyrra.

Fyrir vikið hefur morðtíðni í Mexíkó fallið, þó glæpagengin í landinu valdi enn óskunda. Morena-hreyfingin virðist hafa tekið þann pól í hæðinni að vænlegra til árangurs í baráttunni við vargöld og áhrif skipulagðra glæpasamtaka, til langs tíma, sé að útrýma fátækt, í stað þess að standa í stríði í eigin landi.

Sundrung var helsta umræðuefni forsetakosninga Íslands

Höllu Tómasdóttur tókst listilega í forsetakosningunum að sameina ólíka hópa með sinni sýn á umbreytingar og að stuðla gegn sundrungu í íslensku samfélagi. Katrínu Jakobsdóttur, fráfarandi forsætisráðherra, var hafnað með aðeins um fjórðungsfylgi, minna fylgi jafnvel en ríkisstjórnarflokkarnir sem hún leiddi búa samtals yfir. Sú niðurstaða er í takt við afar lágt traust á pólitískum stofnunum á Íslandi, þar sem undantekningin er ávallt embætti forseta Íslands, en traust á forseta mældist í 73% á síðasta ári.

Miklum tíma var varið í kosningabaráttunni til forseta Íslands í umræðu um aukna skautun, leiðindi, sundrungu og skorti á samtali. Traust, samkennd og samhyggð skorti og Íslendingar upplifi sig í auknum mæli sem klofna þjóð.

Nú taka við stórir slagir á Alþingi þegar að þing kemur aftur saman stuttu fyrir sumarfrí sitt, um áframhaldandi sölu á Íslandsbanka, útlendingalög, frumvarp um lagareldi og umdeild húsaleigulög. Ekkert af þeim málum er líklegt til að minnka skautun, úlfúð eða togstreitu í íslensku samfélagi.

Ef draga mætti einhvern lærdóm af velgengni Sheinbaum og Morena-hreyfingarinnar í Mexíkó, þá væri það kannski sú lexía að alhliða einbeiting yfirvalda á að bæta kjör og hag hinna verst settu í samfélaginu eykur traust fólks á því að yfirvöld beri þeirra hag fyrir brjósti.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí