Myndlistarfólk í hár saman

Aðalfundur Sambands íslenskra myndlistarmanna gagnrýnir að eftir að nýr safnstjóri Listasafnsins á Akureyri tekur við verði „enginn starfandi í ábyrgðarstöðu hjá safninu með þekkingu og færni til að móta stefnu safnsins á sviði samtímamyndlistar“ eins og það er orðað.

Með ályktuninni tekur SÍM undir áhyggjur Myndlistarfélagsins á Akureyri sem fram hafa komið eftir ráðninguna. Skammt er síðan Sigríður Örvarsdóttir var ráðin í stöðu safnstjóra eftir að Hlynur Hallsson lét af störfum.

Safnafólk sem Samstöðin hefur rætt við er ekki á einu máli hvort ályktun SÍM sé mistök eða þörf brýning. Sumir myndlistarmenn segja illa að Sigríði vegið. Aðrir segja að ályktunin snúist ekki um hennar ráðningu.

Listasafnið á Akureyri hefur gegnt mikilvægu hlutverki með því að birta sumt af því bitastæðasta í myndlist samtímans. Með hliðsjón af þessu vill SÍM hvetja Akureyrarbæ til að ráða nú þegar listrænan stjórnanda við safnið sem unnið getur að stefnumótun á þessu sviði undir stjórn nýs safnstjóra, segir í ályktun SÍM.

Sigurjón Baldur Hafsteinsson, prófessor í safnafræði við HÍ, segir ályktunina „heimskulega“. Með henni sé vegið ómaklega að nýjum safnstjóra.

Sigríður er með MA gráðu í safnafræði frá Háskóla Íslands, BA gráðu í textílhönnun frá Seminaret for Kunst og Haandværk í Danmörku og meistaranám í prjónahönnun frá Academie Royale des Beux-Arts.

Í starfslýsingu þegar staðan ar auglýst var ekki tekið fram að þekking á sviði myndlistar væri skilyrði.

Sigríður sagðist ekki vilja tjá sig þegar Samstöðin bar málið undir hana.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí