Ekki gengur siðferðislega upp að frambjóðandi hoppi beint úr stóli forsætisráðherra yfir á forsetastól.
Þetta segir Viðar Eggertsson leikari og varaþingmaður.
Hann segir um óheppilegt samband milli þingfulltrúa og forsetaembættisins að þótt hann sé aðeins varaþingmaður dugi það til að hann telji ekki siðferðislega rétt að hann segi öðrum hvern þeir eigi að kjósa sem forseta. Hann sé í stöðu þar sem best sé að halda armlengd frá forsetaembættinu.
„Ég á mjög erfitt með þetta, mér finnst skipta miklu máli að þjóðin velji forseta,“ segir Viðar og vísar með orðum sínum til mikils þrýstings áhrifafólks og valdamanna sem hvetja nú opinberlega almenning sem aldrei fyrr til að kjósa Katrínu Jakobsdóttur.
Ummæli Viðars féllu í sjónvarpsþættinum Synir Egils á Samstöðinni í dag.
Helga Jónsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi og fyrrverandi starfsmaður eftirlitsstofnunar EFTA, sagði í sjónvarpsþættinum að vel þurfi að vanda valið á forseta. Völd forseta séu umtalsverð og ekki síst pólitískt. Best sé að velja fulltrúa sem gæti bæði gegnt skyldum sínum inn á við og út á við.
Hún rifjaði upp áhrifavald fyrri forseta svo sem Vigdísar Finnbogadóttur og Ólafs Ragnars Grímssonar máli sínu til stuðnings.