Ósiðlegt að valdafólk hvetji aðra til að kjósa Katrínu

Ekki gengur siðferðislega upp að frambjóðandi hoppi beint úr stóli forsætisráðherra yfir á forsetastól.

Þetta segir Viðar Eggertsson leikari og varaþingmaður.

Hann segir um óheppilegt samband milli þingfulltrúa og forsetaembættisins að þótt hann sé aðeins varaþingmaður dugi það til að hann telji ekki siðferðislega rétt að hann segi öðrum hvern þeir eigi að kjósa sem forseta. Hann sé í stöðu þar sem best sé að halda armlengd frá forsetaembættinu.

„Ég á mjög erfitt með þetta, mér finnst skipta miklu máli að þjóðin velji forseta,“ segir Viðar og vísar með orðum sínum til mikils þrýstings áhrifafólks og valdamanna sem hvetja nú opinberlega almenning sem aldrei fyrr til að kjósa Katrínu Jakobsdóttur.

Ummæli Viðars féllu í sjónvarpsþættinum Synir Egils á Samstöðinni í dag.

Helga Jónsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi og fyrrverandi starfsmaður eftirlitsstofnunar EFTA, sagði í sjónvarpsþættinum að vel þurfi að vanda valið á forseta. Völd forseta séu umtalsverð og ekki síst pólitískt. Best sé að velja fulltrúa sem gæti bæði gegnt skyldum sínum inn á við og út á við.

Hún rifjaði upp áhrifavald fyrri forseta svo sem Vigdísar Finnbogadóttur og Ólafs Ragnars Grímssonar máli sínu til stuðnings.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí