Segir að Guðni hefði átt að stöðva Bjarna

Einn okkar snörpustu og óvægnustu gagnrýnenda er kemur að leiklist sparar ekki lofsyrðin þegar hann dæmir frammistöðu tiltekins forsetaframbjóðanda. Aftur á móti fær Guðni forseti engar fimm stjörnur hjá gagnrýnandanum þegar Bjarni Benediktsson tók við sem forsætisráðherra.

„Frábær frammistaða Arnars Þórs Jónssonar i yfirheyrslu Sjónvarpsmoggans verðskuldar mikla athygli,“ skrifar Jón Viðar Jónsson og ræðir þá afstöðu Arnars Þórs að framgangur Bjarna hefði betur ekki orðið sem hann varð eftir Íslandsbankamálið.

„Eldklár og flugmælskur og ekki bara það: málflutningur hans felst að verulegu leyti i hárbeittri og gegnhugsaðri gagnrýni á ruglið, vanhæfnina og siðleysið sem veður uppi i stjórnkerfinu og allt vel hugsandi fólk er löngu komið með upp i kok af. Talar aldrei i klisjum, getur varið hverja skoðun sem hann lætur uppi, fer hvergi með neitt rósamál, lætur aldrei taka sig á taugum. Andar alltaf reglulega,“ segir Jón Viðar um Arnar Þór.

Arnar Þór hefur ekki skorað mjög hátt í skoðanakönnunum en er heldur á uppleið. Leikhúsrýnirinn ber hann saman við frammistöðu Guðna Th, forseta Íslands.

„Af örstuttum kynnum af manninum sjálfum og eftir að hafa fylgst með framgöngu hans á opinberum vettvangi siðustu misseri veit ég að hann er fullkomlega einlægur og brennur fyrir þvi sem hann segir. Hugsið ykkur bara ef Guðni Th, þessi væni en ekki alltof atkvæðamikli drengskaparmaður, hefði nú haft döngun i sér að stöðva hina ósvifnu stólaleiki BB og Svandísar sem vöktu óbeit og fyrirltningu þorra landsmanna! Þegar Arnar Þór kveðst myndu hafa gripið þar inni og sett þeim stólinn (ráðherrastólinn) fyrir dyrnar, þá efa ég ekki eitt andartak að hann hefði gert það. Og það er góð tilhugsun að rikisráðsfundirnir verði annað og meira en formlegheitin innantóm og gervibros framan i ljósmyndara,“ skrifar Jón Viðar á facebook-síðu sína.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí