Segja Rússa hafa tekið fjölda úkraínskra hermanna af lífi við uppgjöf

Rússneskar hersveitir virðast hafa tekið að minnsta kosti 15 úkraínska hermenn af lífi þegar þeir freistuðu þess að gefast upp. Þá er vel mögulegt að minnsta kosti 6 hermenn til viðbótar hafi verið teknir af lífi þegar þeir ýmist voru að gefast upp, eða höfðu gefist upp fyrir rússneskum hersveitum. 

Alþjóðlegu mannréttindasamtökin Mannréttindavaktin, Human Rights Watch (HRW) greina frá þessu. Aftökurnar eiga að hafa farið fram frá því snemma í dexember á síðasta ári. HRW krefst þess að þær verði rannsakaðar sem stríðsglæpir. 

HRW hafa rannasakað þrjú tilvik þar sem að minnsta kosti tólf úkraínskir hermenn virðast hafa verið teknir af lífi. Samtökin rannsökuðu og greindu myndefni úr drónum sem birt var á samfélagsmiðlum 2. og 27. desember og 25. febrúar. Í öllum tilfellum sýndu hermennirnir skýran ásetning um að gefast upp og höfðu lagt niður vopn. Með því hefðu þeir átt að njóta verndar samkvæmt alþjóðalögum og lögum sem gilda um stríðsrekstur. 

HRW gat staðfest staðsetningu tveggja af atburðunum þremur, en skortur á landfræðilegum kennileitum á myndefni frá hinum þriðja kom í veg fyrir að það væi hægt þar. HRW gat þá ekki staðfest hvorir hinna stríðandi aðila stýrðu drónunum sem náðu myndefninu. 

HRW rannsakaði þá fjórða atburðinn einnig, en myndefni af honum var hlaðið upp á samfélagsmiðla 19. febrúar. Það myndefni sýndi tvo rússneska hermenn taka af lífi þrjá óvopnaða úkraínska hermenn sem voru að gefast upp. 

Í fimmta tilvikinu byggði rannsóknin á viðtal við úkraínskan hermann á myndbandi sem birt var á Telegram 16. febrúar, sem og ítarlegri umfjöllun fjölmiðla, meðal annars viðtölum við ættingja eins hermannanna sem talið er að hafi verið tekinn af lífi. Upplýsingarnar benda til að sex hermenn hafi verið teknir af lífi. 

Í tilkynningu HRW segir að umræddar aftökur virðist ekki vera einangruð tilvik. Samtökin hafa þannig rannsakað myndefni úr rússneskum dróna sem birt var 25. febrúar. Í því tilviki var ekki hægt að fullyrða að úkraínskir hermenn væru að gefast upp en karlmannsrödd heyrist þar skipa rússneskum hermönnum fyrir. Röddin heyrist segja á rússnesku: „Takið enga fanga, skjótið alla.“

Í mars á síðasta ári var birt skýrsla skrifstofa Mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna þar sem greint var frá því að rússneskir hermenn og málaliðar Wagner hópsins hefðu tekið af lífi 15 skrisúkraínska stríðsfanga á fyrsta ári innrásar Rússa í Úkraínu. Í skýrslu sem tók til tímabilsins febrúar til júlí á síðasta ári skrásetti skrifstofan aftökur sex stríðsfanga og í mars síðastliðnum var greint frá aftökum tólf stríðsfanga á þremur mánuðum þar á undan. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí