Fæst bendir til að Seðlabankinn muni lækka vexti á morgun þegar ný ákvörðun verður tilkynnt.
Viðskiptabankar spá að vaxtastig verði áfram sligandi fyrir skuldsetta alþýðu, 9,25 prósent.
Ef Seðlabankinn lækkar ekki vexti hafa landsmenn mátt þola sama hávaxtastig í heilt ár – sem er úr takti við allar aðrar þjóðir sem Ísland ber sig saman við.
Vextir eru miðað við flest samanaburðarlönd tvöfalt hærri hér eða meira og hafa skukldsettir fasteignaeigendur flúið unnvörpum í verðtryggð lán undanfarið, þar sem engin leið er að vinna á höfuðstóli lána þótt mánaðarlegar afborganir hækki.
Viðskiptabankar spá að Seðlabankinn muni á morgun horfa meira til stöðu á vinnu- og íbúðamarkaði en hjaðnandi verðbólgu og kólnandi hagkerfis.
Stefán Ólafsson prófessor emeritus í félagsfræði gaf Seðlabankanum falleinkunn á Samstöðinni í gær. Hann sagði að aðgerðir bankans kyntu undir verðbólgu í stað þess að vinna á henni.
Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri vildi lækka vexti í óþökk meirihluta Peningastefnunefndar. Hann sagði starfi sínu lausu.