Skuldsettum almenningi blæði áfram

Samfélagið 7. maí 2024

Fæst bendir til að Seðlabankinn muni lækka vexti á morgun þegar ný ákvörðun verður tilkynnt.

Viðskiptabankar spá að vaxtastig verði áfram sligandi fyrir skuldsetta alþýðu, 9,25 prósent.

Ef Seðlabankinn lækkar ekki vexti hafa landsmenn mátt þola sama hávaxtastig í heilt ár – sem er úr takti við allar aðrar þjóðir sem Ísland ber sig saman við.

Vextir eru miðað við flest samanaburðarlönd tvöfalt hærri hér eða meira og hafa skukldsettir fasteignaeigendur flúið unnvörpum  í verðtryggð lán undanfarið, þar sem engin leið er að vinna á höfuðstóli lána þótt mánaðarlegar afborganir hækki.

Viðskiptabankar spá að Seðlabankinn muni á morgun horfa meira til stöðu á vinnu- og íbúðamarkaði en hjaðnandi verðbólgu og kólnandi hagkerfis.

Stefán Ólafsson prófessor emeritus í félagsfræði gaf Seðlabankanum falleinkunn á Samstöðinni í gær. Hann sagði að aðgerðir bankans kyntu undir verðbólgu í stað þess að vinna á henni.

Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri  vildi lækka vexti í óþökk meirihluta Peningastefnunefndar. Hann sagði starfi sínu lausu.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí