Þeir sem vildu að Ísland hætti við þátttöku í Evróvisjón til að mótmæla voðaverkum Ísraela sem fengu að taka þátt í keppninni þrátt fyrir ástandið á Gaza og þótt ríki eins og Rússland hafi verið útilokuð vegna innrásarinnar í Úkraínu, hafa nýtt samfélagsmiðla undanfarið til að benda á að þeir hafi haft rétt fyrir sér.
Keppnin leysist upp í hálfgerðar sirkus að mati margra sem hafa lagt orð í belg.
Margir í hópi almennings segjast ekki hafa tengt við íslensku kynnanna sem luku lofsorði á úrslitakvöldið í gærkvöld og ræddu hástemmt um snilldina og spennuna og sögðu að þeir vildu ekki að kvöldinu lyki nokkru sinni.
Fjjölmargir hefðu kosið að keppnin í ár hefði aldrei byrjað og er rætt um að rasismi og skuggaleg pólitík hafi aldrei verið ein voldugur undirtónn.
Sviss bar sigur úr býtum.
Ragnar Þór Pétursson kennari er í hópi þeirra sem hafa skrifað opinberlega um sneypuför Íslands.
„Ísland var ekki bara í neðsta sæti í Eurovision í ár heldur langneðsta. Eina landið í báðum undankeppnum sem náði ekki tveggja stafa stigatölu,“ segir Ragnar Þór á facebook.
„Og gaf svo Ísrael 8 stig í símakosningu (!) Það held ég hafi unnið fyrir kaupinu sínu VPN-þjónarnir í Tel Aviv í kvöld. Allt glatað við þessa keppni í ár, bæði RÚV og EBU til háðungar og skammar.“
Kristján Sveinsson nokkur sem segist hafa verið mikill áhugamaður um Evróvisjón skrifar: „Draumur Íslendinga að sigra heiminn með gulli í Evróvisjón er dauður.“