Sneypuför Íslands í söngvakeppninni

Þeir sem vildu að Ísland hætti við þátttöku í Evróvisjón til að mótmæla voðaverkum Ísraela sem fengu að taka þátt í keppninni þrátt fyrir ástandið á Gaza og þótt ríki eins og Rússland hafi verið útilokuð vegna innrásarinnar í Úkraínu, hafa nýtt samfélagsmiðla undanfarið til að benda á að þeir hafi haft rétt fyrir sér.

Keppnin leysist upp í hálfgerðar sirkus að mati margra sem hafa lagt orð í belg.

Margir í hópi almennings segjast ekki hafa tengt við íslensku kynnanna sem luku lofsorði á úrslitakvöldið í gærkvöld og ræddu hástemmt um snilldina og spennuna og sögðu að þeir vildu ekki að kvöldinu lyki nokkru sinni.

Fjjölmargir hefðu kosið að keppnin í ár hefði aldrei byrjað og er rætt um að rasismi og skuggaleg pólitík hafi aldrei verið ein voldugur undirtónn.

Sviss bar sigur úr býtum.

Ragnar Þór Pétursson kennari er í hópi þeirra sem hafa skrifað opinberlega um sneypuför Íslands.

„Ísland var ekki bara í neðsta sæti í Eurovision í ár heldur langneðsta. Eina landið í báðum undankeppnum sem náði ekki tveggja stafa stigatölu,“ segir Ragnar Þór á facebook.

„Og gaf svo Ísrael 8 stig í símakosningu (!) Það held ég hafi unnið fyrir kaupinu sínu VPN-þjónarnir í Tel Aviv í kvöld. Allt glatað við þessa keppni í ár, bæði RÚV og EBU til háðungar og skammar.“

Kristján Sveinsson nokkur sem segist hafa verið mikill áhugamaður um Evróvisjón skrifar: „Draumur Íslendinga að sigra heiminn með gulli í Evróvisjón er dauður.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí