„Það ætti að vera forgangsmál hjá þjóðinni að losna við Sjálfstæðisflokkinn“

Egill Helgason fjölmiðlamaður telur engar líkur á því að Landsvirkjun verði seld. Menn svo sem Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, hafa rætt það undanfarið að svo virðist sem leynt og ljóst sé stefnt að því að selja Landsvirkjun. Egill telur að þó einn flokkur, Sjálfstæðisflokkurinn, vilji selja þá sé ómögulegt að ná samstöðu um málið.

„Það eru engar líkur á því að Landsvirkjun verði seld. Um það næst ekki samstaða í ríkisstjórn á Íslandi. Má vera að einn flokk langi að gera það – en aðrir flokkar í samsteypustjórnum munu ekki fallast á það. Nær öruggt er að næsta ríkisstjórn sem situr á Íslandi verið samsteypa þriggja eða jafnvel fleiri flokka. Fyrir slíkri sölu verður seint meirihluti á Alþingi – hvað þá meðal þjóðarinnar. Þetta er tómt mál að tala um. og enn eitt dæmið um hina furðulegu kosningabaráttu. Ég hef fylgst lengi og vel með stjórnmálum og hef aldrei vitað að umræða um sölu á Landsvirkjun kæmist á neitt flug,“ skrifar Egill á Facebook.

Annar fjölmiðlamaður, Illugi Jökulsson, er ekki sannfærður. Hann segir að það sama mætti í raun segja um söluna á Íslandsbanka. Samt virðist ekkert ætla að stoppa þau áform. „Ég hugsa, eða vona altént, að þetta sé rétt hjá þér. En sláum engu föstu. Það er til dæmis forgangsmál hjá ríkisstjórninni nú að selja afganginn af Íslandsbanka þrátt fyrir að skoðanakannanir sýni mjög stóran meirihluta þjóðarinnar á móti þeirri sölu. Af hverju á þá að selja? Af því að Sjálfstæðisflokkurinn vill það. Það ætti að vera forgangsmál hjá þjóðinni að losna við Sjálfstæðisflokkinn, en í staðinn aukast áhrif hans stöðugt. Fyrir aðeins örfáum vikum var formaður hans til dæmis gerður að forsætisráðherra — af því að hann vildi það — í stað þess að ríkisstjórninni væri slitið eins og eðlilegt hefði verið. Svo það er betra að vera safe than sorry varðandi Landsvirkjun eins og annað,“ segir Illugi.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí