Tvö af hverjum þremur sjúkrahúsum á Gaza óstarfhæf eftir árásir

Frá því árásarstríð Ísraela á Gaza hófst 7. október hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) skrásett 443 árásir á heilbrigðisstofnanir eða á heilbrigðisstarfsfólk á svæðinu. Alls hafa 723 látið lífið í árásunum og 924 manns hafa særst.

Þetta kemur fram í færslu sem  WHO birti í morgun á X, áður Twitter. Þar segir að af árásunum hafi 101 verið á heibrigðisstofnanir og 106 á sjúkrabíla. Sautján af nítján sjúkrahúsum í Gazaborg og nágrenni hafa skemmst, og þar af eru sextán óstarfhæf. Þá hefur verið ráðist á heilsugæslustöðvar með þeim afleiðingum að 18 af 20 eru óstarfhæfar. Af öllum árásunum sem WHO hefur skrásett voru fast að 40 prósent gerðar á heilbrigðisstofnanir og starfsfólk í Gazaborg. 

Á norðurhluta Gazastrandar hafa árásirnar valdið skemmdum á fimm af fimm sjúkrahúsum og eru þrjú þeirra óstarfhæf. Þá eru ellefu heilsugæslustöðvar af tólf óstarfhæfar. 

Í Deir al-Balah borg og nágrenni, á miðri Gazaströndinni, hafa árásir valdið skemmdum á öllum þremur sjúkrahúsum á svæðinu og þar af er eitt óstarfhæft. Sextán af átján heilsugæslustöðvum eru óstarfhæfar. 

Í Khan Younis borg hafa fimm af sex sjúkrahúsum skemmst og eru þau fimm öll óstarfhæf. Tólf af sextán heilsugæslustöðvum eru óstarfhæfar vegna skemmda eftir árásirnar. 

Í Rafahborg er ástandið skást, en þar eru þó gríðarlegur fjöldi fólks samankominn, flóttafólk frá öðrum hlutum Gaza, og innviðir ráða ekki á nokkurn hátt við að þjónusta fólkið. Af þremur sjúkrahúsum borgarinnar hafa öll orðið fyrir skemmdum en eru þó enn starfhæf. Þrjár heilsugæslustöðvar af níu eru óstarfhæfar. 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí