Undrast hrun mannúðar og vaxandi stuðning við grimmdarverk gegn saklausu fólki

Olga Guðrún Árnadóttir, þýðandi, fyrrum dagskrárgerðarkona og einn ástsælasti listamaður þjóðarinnar, sem gerði garðinn hvað frægastan fyrir sönglög og hendingar líkt og: „Ryksugan á fullu, étur alla drullu“, segist aldrei hafa orðið vitni að öðru eins hruni mannúðar og samhygðar í heiminum og á síðustu mánuðum gagnvart fólkinu í Palestínu.

Hún vitnar til orða Shakesepare sem skifaði: „Helvíti er tómt og allir djöflarnir eru hér,“ eða „Hell is empty and all the devils are here.“

Í færslu á facebook segir Olga Guðrún að þessi orð eigi hörmulega vel við í dag.

„Ég hef aldrei orðið vitni að öðru eins hruni mannúðar og samhygðar í heiminum og á síðustu mánuðum gagnvart fólkinu í Palestínu. Allir djöflarnir eru svo sannarlega hér, ekki bara í Í s r a e l heldur líka á Vesturlöndum, þeir sitja á valdastólum, tilfinningalausir eins og vélmenni, og safna um sig sístækkandi púkahjörð sem styður blygðunarlaust grimmdarverk á saklausu fólki sem á sér ekkert skjól.“

„Er ekki löngu kominn tími til að svipta djöflana völdum?“ Spyr Olga Guðrún. Og er ekki ein um að spyrja svo.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí