Hallgrímur Óskarsson ráðgjafi horfði á Samstöðina í gærkvöld líkt og vaxandi fjöldi landsmanna og dregur þá ályktun af umræðu við Rauða borðið þar sem Þorvaldur Gylfason hagfræðingur og Þorkell Helgason stærðfræðingur gagnrýndu kerfið sem notast er við fyrir valið á forseta um helgina.
Stjórnlagaráð lagði á sínum tíma til breytingar. Sú sviðsmynd er raunverulega uppi að frambjóðandi getur sigrað á laugardag með aðeins fimmtung atkvæða, þótt annar hver kjósandi vilji síst sjá þann frambjóðanda í embætti. Breyting á stjórnarskrá gæti uppfært kerfið til bóta fyrir lýðræðislegan vilja þjóðarinnar.
Hallgrímur segir að helstu fræðimenn heims hafi raðað eftir gæðum hvaða kosningakerfi kalli helst fram niðurstöðu sem stendur næst vilja fólksins og vitnar til umræðu í þættinum.
„Sú aðferð sem þykir síst allra aðferða er sú aðferð sem er í gildi á Íslandi, aðferðin að einn valkostur fái kross,“ segir Hallgrímur.
Hann segir mun betra að nota raðval, þar sem kjósendur raði fleiri en einum valkosti eftir því hverja þeir vilji helst sjá í embætti.
„Gallinn við kerfið sem notað verður á laugardag leiðir til þess að mjög hátt hlutfall atkvæða munu falla niður dauð og ómerk. Raðval myndi ná betur utanum annan og þriðja vilja fólks og kalla fram niðurstöðu sem er mun nær sanni miðað við vilja fólksins í landinu,“ segir ráðgjafinn Hallgrímur.
Þá hefur mikilð verið rætt um nauðsyn þess að fá aukakosningu milli tveggja hæstu.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.