Unglingar á Samfestingnum mæti í þægilegum skóm
Samfestingurinn, sönglagakeppni og stærsta unglingahátíð landsins, fer fram í Laugardalshöll í kvöld af hálfu Samfés, Landssamtaka félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi.
Um ræðir eitt stærsta ball ársins.
Samfestingurinn er lokaður viðburður og gilda strangar reglur um þátttöku. Af öryggisástæðum verður leitað á öllum unglingum sem sækja hátíðina. Strangt áfengis- og vímuefnabann er í gildi. Ungmenni yngri en 18 ára mega ekki notast við tóbaks- og/eða níkótínvörur. Neysla orkudrykkja er ekki heldur leyfileg.
Í tilmælum aðstandenda er einnig mælt með að unglingar komi í þægilegum skóm á Samfestinginn. Samkvæmt upplýsingum Samstöðvarinnar er sú ábending gerð í ljósi þess að krakkarnir geta þurft að standa lengi á eigin fótum, enda lítið um sæti í öllu fjörinu.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward