Bændur í sárum og stórfellir fuglastofna

Norðlenskir bændur þurfa að bíða langt fram í næstu viku eftir hlýjum sunnanáttum og segjast þeir vera í sárum eftir hvellinn. Óveðrið hefur haft mikil áhrif á sauðfjárbúskap.

Sigurður Erlingsson, landvörður í Mývatnssveit, segist hafa gengið fram á dauða fugla í samtali við Samstöðina. Óttast er að mófuglar og spörfuglar hafi drepist í hrönnum og er veðrið ungum sérlega skeinuhætt. Þá er viðbúið að andavarpið í Mývatnssveit hafi orðið fyrir tjóni.

Norðanhretið er að mestu gengið yfir með snjókomu og frosti tveimur vikur áður en dagur verður lengstur – en í dag boðar Veðurstofan aftur gula viðvörun með snjókomu og basli fyrir Norðurland vestra, Strandir, Norðurland eystra og Miðhálendið.

Vindur verður þó minni en áður og birtir öll él upp um síðir.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí