Börn verði innan dyra vegna mengunar

Mælt er með að börn á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni haldi sig inni í dag vegna mestu loftmengunar sem mælst hefur síðan eldsumbrotin hófust á Reykjanesskaga.

Eins og Samstöðin sagði frá fyrr í morgun eyðileggur gosmóska fyrirhuguð sólböð og hefur skjótt skipast veður í lofti. Hæstu gildi brennisteinsdíoxíðs hafa samkvæmt Umhverfisstofnun náð yfir  500 µg/m3 og viðbúið að mengunin verði viðvarandi í allan dag.

Ekki síst beina stjórnvöld því til forsvarsmanna íþróttastarfs að fella útiæfingar niður og er mælt með að leikskólabörn haldi sig inni.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí