Efling skorar hæst í jafnrétti

Skrifstofa Eflingar stéttarfélags er meðal þeirra vinnustaða sem tóku þátt í vinnustaðakönnuninni Fyrirtæki ársins 2024, sem Gallup framkvæmir árlega. Nánast allir mældir þættir hækkuðu markvert milli ára og er heildareinkunn vinnustaðarins hærri en meðaleinkunn annarra sambærilegra vinnustaða.

Í frétt á heimasíðu Eflingar segir að einkunn Eflingar hafi hækkað mest milli ára þegar spurt var um ímynd Eflingar alls 0,57 stig. Þá jókst ánægja með stjórnun á vinnustaðnum verulega, um 0,45 stig milli ára. Enn fremur jókst ánægja og stolt yfir vinnustaðnum um 0,37 stig milli ára.

Hæst skorar skrifstofa Eflingar þegar spurt er um jafnrétti, og fær heildareinkunnina 4,62 á kvarðanum, sem er eilítil hækkun frá fyrra ári. Heildareinkunn vinnustaðarins er 4,33 og hækkar um 0,23 stig milli ára.

Í könnuninni var einnig spurt hvort starfsfólk teldi Eflingu vera fjölskylduvænan vinnustað og er niðurstaðan þar mjög ánægjuleg eftir því sem fram kemur.

Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí