Hrundið hefur verið af stað undirskriftasöfnun á Ísland.is þar sem þess er krafist að breytingar verði gerðar á fæðingarorlofi til að koma á móts við fjölskyldur.
Haldið er fram að í núverandi kerfi sé ungt fólk dæmt til fjárhagslegs tjóns ef það kýs barneignir.
„Vandamálið hefur gengið svo langt að fólk treysti sér ekki í barneignir og vitað er til þess að foreldrar séu að taka þá óhugsandi ákvörðun að gangast undir þungunarrof,“ segir í texta með undirskriftasöfnun mótmælanna.
„Í stað þess að skapa hér samfélag þar sem hvati er fólginn í því að fjölga sér er ungu fólki refsað og sér í lagi konum en konur eru líklegri til þess að taka þunga fæðingarorlofsins og eru þar af leiðandi lengur út af vinnumarkaði sem hefur áhrif á lífeyrisgreiðslur kvenna og atvinnu þeirra. Með þessum hætti heldur kerfið konum kerfisbundið niðri og neyðast konur til að setja til hliðar náms og starfsferil til þess að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskólavistunar,“ segir enn fremur.
Sjá nánar hér: