Freistandi að flytja til Færeyja vegna vaxtamunar

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, hefur birt sláandi samanburð á kjörum Íslendinga sem taka húsnæðislán miðað við Færeyinga. Að ekki sé talað um Dani.

„Margfaldaðu 50.000 með fjölda milljóna króna sem þú skuldar í húsnæðislán. Ef lánið þitt stendur í 10 milljónum, er upphæðin 500.000 kr. Standi það í 20 millljónum er upphæðin 1 milljón kr. og svo framvegis,“ segir Breki.

„Þetta er upphæðin sem þú greiðir árlega í vexti af húsnæðisláninu þínu umfram það sem Færeyingar greiða,“ segir Breki.

Ekki þarf að taka fram að sá sem greiðir milljónir á ári í vexti er ekki á sama tíma að minnka höfuðstól lánsins. Hann er að brenna peninga.

„Ímyndaðu þér svo hvað þú getur gert við peningana sem þú myndir spara ef vextir á íslandi væru á pari við vexti í Færeyjum,“ segir Breki.

Breytilegir vextir húsnæðislána á Íslandi eru nú á bilinu 9-11%. Það er tvöfalt hærra en í Færeyjum og þrefalt hærra en í Danmörku.

Það þýðir að íslenskt heimili sem skuldar 40 mkr. í húsnæðislán greiðir 167 þúsund krónur hærri upphæð í vexti á hverjum einasta mánuði en færeyskt heimili sem skuldar sambærilega upphæð, og 223 þúsund krónur á mánuði hærri upphæð en danskt heimili.

Þarna munar fimm prósentustigum, eða 50.000 krónum á hverja lánsmilljón í vaxtagreiðslur á ári.

Vaxtamunurinn var 3% árið 2017.

Breki spyr: „Af hverju eru vextir á Íslandi svona miklu hærri en í Færeyjum?“

Getur lesandinn svarað því?

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí