Frétt sumarsins á morgun – hvað sem verður

Búast má við miklum látum í samfélaginu á morgun þegar upplýst verður hvort Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra ákveður að leyfa hvalveiðar eða banna þær.

Ef Bjarkey leyfir veiðarnar eru meiri líkur en ella á að ríkisstjórnin starfi áfram.

Veiðar yrðu óþægileg ákvörðun gagnvart Svandísi Svavarsdóttur, samráðherra Bjarkeyjar í VG. Þingmenn meirhlutans hafa staðhæft á Samstöðinni að ef veikindi Svandísar hefðu ekki komið upp sem kallaði á fjarveru hennar um skeið eftir að allt var á suðupunkti í ríkisstjórnarsamstarfinu í kjölfar áfellisdóms Umboðsmanns Alþingis vegna stjórnsýslu Svandísar í tengslum við bann á hvalveiðum, hefði ríkisstjórnin sprungið.

Sumir þingmenn staðhæfa að það litla sem eftir er af fylgi VG og snýr að náttúruvernd gæti þurrkast út ef Bjarkey leyfir veiðarnar.

Hitt liggur einnig fyrir að ef Bjarkey bannar veiðarnar eru miklar líkur á að ríkisstjórnin springi.

Hallgrímur Helgason rithöfundur skrifar á facebook: „Frétt sumarsins er handan við hornið: ákvörðun um hvalveiðar, læti á hvorn veginn sem fer.“

Undir liðnum Þingið við Rauða borðið á Samstöðinni í kvöld sitja þingmenn meirihlutans og minnihlutans fyrir svörum og spá í ákvörðun morgundagsins. Flestir hallast að því að Bjarkey banni ekki veiðarnar. Sumir halda fram að Bjarkey reyni að fara bil beggja.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí