Harðlínuöflum óx ásmegin en sameinuð Evrópa haldi velli

Lesa má í erlendum fjölmiðlum í dag að hugmyndin um Evrópu sem sameiginlegt afl hafi haldið velli eftir Evrópuþingkosningarnar.

Niðurstaðan er að harðlínuöflum til hægri óx ásmegin og hefur Macron boðað til þingkosninga í Frakklandi.

BBC hefur eftir Macron að hann geti ekki látið eins og ekkert hafi í skorist vegna sigurs hægri aflanna í Frakklandi í kosningunum. Hlutabréf lækkuðu í verði eftir úrslit kosninganna.

Þótt Macron boði til kosninga og fleiri þjóðarleiðtogar berjist í bökkum, bendir flest til að hófsöm miðjuöfl muni áfram hafa tögl og hagldir áfram. Stefna ESB taki mark af því og áhrif kosninganna verði því ekki eins mikil á Ísland og sumir óttuðust.

Öfgahægrið kreppir að fleiri löndum en Frökkum svo sem Hollandi og Þýskalandi en fréttaskýrendur meta niðurstöður kosninganna þannig að Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, hafi náð þeim atkvæðum sem þurfti til að hún verða áfram forseti framkvæmdastjórnarinnar.

Ursula segir að öfl séu að reyna að sundra Evrópu og veikja. Þeim verði ekki ágengt.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí