Lesa má í erlendum fjölmiðlum í dag að hugmyndin um Evrópu sem sameiginlegt afl hafi haldið velli eftir Evrópuþingkosningarnar.
Niðurstaðan er að harðlínuöflum til hægri óx ásmegin og hefur Macron boðað til þingkosninga í Frakklandi.
BBC hefur eftir Macron að hann geti ekki látið eins og ekkert hafi í skorist vegna sigurs hægri aflanna í Frakklandi í kosningunum. Hlutabréf lækkuðu í verði eftir úrslit kosninganna.
Þótt Macron boði til kosninga og fleiri þjóðarleiðtogar berjist í bökkum, bendir flest til að hófsöm miðjuöfl muni áfram hafa tögl og hagldir áfram. Stefna ESB taki mark af því og áhrif kosninganna verði því ekki eins mikil á Ísland og sumir óttuðust.
Öfgahægrið kreppir að fleiri löndum en Frökkum svo sem Hollandi og Þýskalandi en fréttaskýrendur meta niðurstöður kosninganna þannig að Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, hafi náð þeim atkvæðum sem þurfti til að hún verða áfram forseti framkvæmdastjórnarinnar.
Ursula segir að öfl séu að reyna að sundra Evrópu og veikja. Þeim verði ekki ágengt.