Landeldisfyrirtæki vilja nota ferskvatn sem nemur allri notkun Íslands í dag

Eitt nýtt landeldisfyrirtæki gæti notað 15-20 sinnum meira vatn en gervöll Reykjavík, ef fram fer sem horfir.

Þetta kom meðal annars fram í erindi Magnús Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands í fyrirlestri hans á Umhverfismatsdeginum í síðustu viku.

Umræðuefnið og titill erindisins var Grunnvatnið og nýting þess í landeldi. Þar ræddi Magnús Tumi hvernig fyrirhuguð landeldisfyrirtæki á Reykjanesskaga í svokölluðum „landeldisgarði“ myndu þurfa að nýta grunnvatnið, ferskvatnið sem sagt í bland við hafsjó. Í stuttu máli sagt myndi það þýða meiri nýtingu á fersku vatni úr grunnvatni okkar heldur en nokkurn tímann hafi sést á landinu.

Þannig myndi vatnsnýting aðeins eins fyrirtækjanna, Thor landeldi, nýta 15-20 sinnum meira vatn en gervöll Reykjavík. Áætlanir Thor landeldis um framleiðslu á 20 þúsund tonnum af laxi á ári myndu krefjast 15 rúmmetra af vatni á sekúndu, að mestu leyti sjóvatni, en 2 rúmmetrar af því væru ferskvatn.

Við Þorlákshöfn eru fjöldi fyrirtækja með áform um álíka landeldi, en samtals myndi vatnsnýtingin þar verða 69 rúmmetrar á sekúndu til að framleiða á milli 70-80 þúsund tonn af laxi á ári. Ferskvatnið sem færi í það væri 8-10 rúmmetrar á sekúndu, sem jafnast á við alla notkun ferskvatns á Íslandi í dag.

Prófessorinn sagði samt ýmisleg tækifæri vera í landeldinu þó þörf væri á eftirlitskerfum með því til að sjá til þess að nýtingin væri sjálfbær.

Spurningarnar sem eftir sitja varða einmitt það, verða eftirlitskerfi til staðar sem tryggja slíkt? Af endalausum klúðrum, strokulaxi og dýraníði lagareldanna að dæma, sem og nýlegri afhjúpun á klúðri ríkisstjórnarinnar gagnvart umhverfistöfralausninni Running Tide, þá má efast um það.

Hitt er, sem vert er að íhuga, hvort skynsamlegt sé að eyða svona gríðarlegu magni af ferskvatni í verksmiðjuframleiðslu á laxi, til einkafyrirtækja sem jú kunna að borga einhvern skatt, en taka gróðann að mestu leyti til sín. Kannski leynast mikilvægari not fyrir allt þetta ferskvatn í náinni framtíð vegna áhrifa loftslagsbreytinga á jörðina og kannski er það óskynsamlegt að spandera því á gróðabrask laxeldismanna.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí