Vilja hæstu laun og sama um verðbólgu

Loks þegar dómarar og lögreglustjórar sjá ástæðu til að mótmæla drögum að lagafrumvarpi sem liggur nú fyrir Alþingi er það ekki vegna óréttar gagnvart öðrum og veikari starfstéttum heldur vegna þess að þeir vilja sjálfir hækka sem mest í tekjum og líta ekki svo á sem þeir hafi samfélagslegar skyldur gagnvart verðbólgunni.

Opinber fyrirmenni hafa hækkað hvað mest í tekjum allra starfstétta undanfarið samanber kjarakönnun sem kynnt var í gær.

Frumvarp sem liggur nú fyrir Alþingi á að sporna gegn verðbólgu með því að hvetja til hóflegra launahækkana meðal æðstu embættismanna.

Kjarakönnun gærdagsins sýnir að opinberir starfsmenn eru nálægt því að sliga ríkissjóð ekki síst stjórnmálastéttin. Þeir toppa launagreiðslur einkamarkaðar en halda um leið þeim forréttindum sem fylgja ríkisjötunni. Þegar staða upplýsingafulltrúa var auglýst frá Ríkislögreglustjóra í fyrrasumar voru byrjunarlaunin um 1.400 þúsund.

Lögreglustjórafélag Íslands og Dómstólasýslan mótmæla harðlega að reynt sé að koma böndum á kjarahækkanir þeirra. Í samráðsgátt stjórnvalda þar sem athugasemdir við frumvarpið koma fram, segir að toppar í löggunni í dómstólum telji ótækt að sömu reglur gildi um lögreglustjóra og dómara og um kjörna fulltrúa.

Með frumvarpinu var gert ráð fyrir hóflegri launahækkun milli ára hjá æðstu embættismönnum. En löggur og dómarar telja rangt að blanda þeim í hóp með þjóðkjörnum fulltrúum sem eigi pólitískt líf sitt undir því að ná niður verðbólgu.

Einn viðmælandi Samstöðvarinnar segir um tregðu efri stétta hér á landi til að leggja sjálfir fram fórnir til að bæta hag almennings: „Þeir hafa fundið nýjan vinkil á þeirri fornu speki að með ólögum skuli landi eyða.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí