Ríkisstjórnin springi í haust

Úrslit forsetakjörsins, útrýmingarhætta VG, samdráttur í efnahagsmálum og sívaxandi andstaða við ríkisstjórnina mun gera Bjarna Benediktsyni forsætisráðherra og félögum í stjórninni mjög erfitt fyrir að starfa áfram og koma umdeildum málum í gegn. Þetta kom fram í  Synir Egils á Samstöðinni í dag.

Ríkisstjórnin hefur staðið tæpt undir stjórn óvinsælasta stjórnmálaleiðtoga samtímans. Minna en 30% almennings styðja hana og má vænta þess að kjör Höllu Tómaddóttur valdefli kröfur almennings um breytingar umfram það sem hefði orðið ef Katrín Jakobsdóttir hefði orðið forseti Íslands.

Þetta kom fram í umræðunum. 45.000 manns hafa krafist þess að Bjarni fari frá. Stjórnarandstaðan gæti séð lag í að sameinast um að stöðva óvinsæl frumvörp sem stjórnin hefur á dagskrá að koma í gegn, svo sem lagareldisfrumvarpinu. Spáð er samdrætti í ýsu og þorski og horfir í töluverða fækkun ferðamanna og hafi stjórn Bjarna Bendiktssonar upplifað síðustu vikur sem hveitibrauðsdaga er því tímabili nú lokið að því er fram kom í þættinum.

„Svandís [Svavarsdóttir]  sprengir í haust af því að það er eigni möguleikinn að VG þurrkist ekki út. Hún mun gera það að einhverju prinsippi,“ sagði Helga Hala Helgadóttir, fyrrum þingmaður í þættinum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí