Úrslit forsetakjörsins, útrýmingarhætta VG, samdráttur í efnahagsmálum og sívaxandi andstaða við ríkisstjórnina mun gera Bjarna Benediktsyni forsætisráðherra og félögum í stjórninni mjög erfitt fyrir að starfa áfram og koma umdeildum málum í gegn. Þetta kom fram í Synir Egils á Samstöðinni í dag.
Ríkisstjórnin hefur staðið tæpt undir stjórn óvinsælasta stjórnmálaleiðtoga samtímans. Minna en 30% almennings styðja hana og má vænta þess að kjör Höllu Tómaddóttur valdefli kröfur almennings um breytingar umfram það sem hefði orðið ef Katrín Jakobsdóttir hefði orðið forseti Íslands.
Þetta kom fram í umræðunum. 45.000 manns hafa krafist þess að Bjarni fari frá. Stjórnarandstaðan gæti séð lag í að sameinast um að stöðva óvinsæl frumvörp sem stjórnin hefur á dagskrá að koma í gegn, svo sem lagareldisfrumvarpinu. Spáð er samdrætti í ýsu og þorski og horfir í töluverða fækkun ferðamanna og hafi stjórn Bjarna Bendiktssonar upplifað síðustu vikur sem hveitibrauðsdaga er því tímabili nú lokið að því er fram kom í þættinum.
„Svandís [Svavarsdóttir] sprengir í haust af því að það er eigni möguleikinn að VG þurrkist ekki út. Hún mun gera það að einhverju prinsippi,“ sagði Helga Hala Helgadóttir, fyrrum þingmaður í þættinum.