Landssamtökin Þroskahjálp, Duchenne Samtökin á Íslandi, Réttur barna á flótta og Einstök börn boða á morgun til samstöðufundar með Yazan, fötluðum dreng sem vísa á úr landi þrátt fyrir að það gæti ógnað lífi hans.
Fundurinn verður á Austurvelli og hefst kl 14:00. Fundarstjóri er Sólveig Arnardóttir, leikkona.
Ræður flytja Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálp og Stefán Már Gunnlaugsson, formaður Duchenne samtakanna á Íslandi
Tónlistaratriði verður frá Samstöðukór. Um ræðir samansafn söngvara úr ýmsum kórum, barnakórum, og sönghópum á Íslandi og Svavar Knútur Söngvaskáld kemur einnig fram.
Mjög hörð gagnrýni hefur komið fram á ákvörðun Útlendingastofnunar að vísa Yazan úr landi og er markmiðið að berjast fyrir réttlæti og hnekkja þeirri ómannúðlegu ákvörðun.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward