Skyndimótmæli gegn ríkisstjórninni boðuð í kvöld á Austurvelli

Þær hafa ekki verið margar ríkisstjórnirnar á Íslandi sem hafa verið jafn óvinsælar og sú sem nú starfar. Á Alþingi virðist ríkja raunverulegur ótti um að stjórnin geti fallið hvað og hverju. Ákvörðun stjórnarflokkanna að stytta langt sumarfrí þingsins ber sterk merki þess. Svo virðist sem meirihlutinn vilji koma nokkrum málum í gegn áður en það er of seint, enda fátt sem bendir til annars en að flokkarnir verði í minnihluta eftir kosningar. Öll þessi þingmál eru umdeild. Sum einnig gífurlega óvinsæl meðal þjóðarinnar. Má þar helst nefna sölu á Íslandsbanka og lagareldisfrumvarpið alræmda.

Í kvöld mun Alþingi þó halda Eldhúsdagsumræður á Alþingi, líkt og vanalega. Því hafa verið boðuð mótmæli á Austurvelli meðan þær umræður standa yfir í kvöld. Þau mótmæli hafa fyrst og fremst verið boðuð til þess að krefjast þess að stjórnvöld grípi til alvöru aðgerða gegn þjóðarmorði í Palestínu.

„Mætum með fána, skilti og læti og krefjumst þess að stjórnvöld grípi til alvöru aðgerða gegn þjóðarmorði! Þrátt fyrir sögulega viðurkenningu Íslands á Palestínu árið 2011 hafa stjórnvöld brugðist þegar kemur að því að standa með mannréttindum,“ segir í tilkynningu.

„Yfirlætislegar afsakanir íslenska stjórnvalda um ástæður þess að þau beiti ekki viðskiptaþvingunum standast enga skoðun og eru eingöngu settar fram til að afvegaleiða umræðuna. Ísland getur beitt refsiaðgerðum gegn Ísrael sé pólitískur vilji til. Slíkar aðgerðir eru siðferðisleg skylda allra landa sem vilja vera tekin alvarlega í mannréttindamálum,“ segir enn fremur en nánar má lesa um mótmælin á Facebook.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí