Sósíalistar í sókn – Sjálfstæðisflokkur á niðurleið

Maskína hefur kynnt glænýja mælingu á fylgi stjórnmálaflokka.

Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig og er með um 15 prósent.

Sósíalistar taka stökk upp um tvö prósentustig.

Langflestir segjast líkt og í könnunum á undan ætla að kjósa Samfyllkinguna eða um 27 prósent.

Fylgi Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins er á líkum nótum, 14-15 prósent.

VG réttir heldur út kútnum miðað við síðustu könnun og fær nú um 5 prósent samkvæmt könnun Maskínu.

Sósíalistar eru þó sem fyrr segir senuþjófurinn. 5,9% myndu nú kjósa sósíalista í dag. Ef fylgið yrði hið sama í kosningum fengi flokkurinn nokkra þingmenn. Sósíalistar mælast nú með meira fylgi en bæði Flokkur fólksins og VG.

Framsókn og Viðreisn eru með um 10 prósenta fylgi hvor.

Samanlagt fylgi við ríkisstjórnarflokkana þrjá er um 30 prósent.

Ef fylgið er brotið upp og skipt í fjölda þingmanna kemur eftirfarandi á daginn:

Sjálfstæðismenn myndu aðeins fá níu þingmenn – missa átta.

Framsókn fengi sex þingmenn, missir sjö.

VG fengi 3 og myndi missa 5. Aðeins átján þingmenn stæðu þá eftir í ríkisstjórninni sem þýðir að hún missir 20 eða meirihlutann.

Ef horft er til fylgis stjórnarandstöðuflokkanna raðast það eftirfarandi:

Samfylkingin fengi 18 þingmenn og myndi bæta við sig 12.

Miðflokkur fengi átta og myndi bæta við sig sex.

Viðreisn fengi 6 þingmenn og myndi bæta við sig einum.

Píratar stæðu á sléttu með sex.

Sósíalistar fengju 4 menn úr engum.

Flokkur fólksins myndi helmingast og færi úr sex mönnum í þrjá.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí