Stjórnin hörfi verklítil úr þingsal í sumarfrí

Minna verður um að stór og umdeild þingmál verði að frumvörpum fyrir sumarfrí en Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði að stefnt væri að.

Þorbjörg Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar sagði í pontu rétt í þessu á Alþingi að endurtekið efni væri á dagskrá. Meirihlutinn væri hársbreidd frá því að hoppa út í sumarið án þess að ná að klára mál sem brýnast væri að klára.

Bjarni Benediktsson kynnti að sem hraðast þyrfti að spýta mörgum veigamiklum málum í gegn eftir fyrra verkleysi stjórnarinnar, þegar hann réttlætti eftir brottfall Katrínar Jakobsdóttur í vor að ekki yrði boðað til kosninga eftir síðustu kúvendingar meirihlutans.

Ekkert verður af lagareldisfrumvarpinu.

Samgönguáætlun er í uppnámi.

Líklegt er að almannatryggingafrumvarpið muni fara í gegn.

Óvíst er hvort frumvarp um einkavæðingu Íslandsbanka verður að lögum.

Hagsmunasamtök heimilanna eru í hópi aðila sem í umsögn í samráðsgátt stjórnvalda hafa lagst gegn því að Bjarni Benediktsson og félagar í ríkisstjórninni selji síðasta hluta bréfanna í Íslandsbanka með markaðssettu útboði.

Samtökin minna á að Íslandsbanki var reistur á herðum heimila landsins sem lágu í sárum eftir stórfelldan samfélagslegan skaða sem hlaust af gjaldþrotum forvera þessara sömu banka haustið 2008.

„Tugþúsundir einstaklinga misstu heimili sín í hendur bankanna og þeir ollu enn fleirum stórfelldu tjóni. Mörg þeirra hafa aldrei náð sér eftir þá aðför sem þau máttu þola. Frá því að ríkið fékk bankana í fangið hefur það alltaf verið afstaða Hagsmunasamtaka heimilanna að ekki komi til greina að einkavæða þá aftur fyrr en heimilunum hafi verið bætt að fullu það tjón sem þeir ollu þeim og hafa valdið síðan þá,“ segir í umsögn samtakanna.

„Leyfi til bankareksturs fylgir gríðarlegt vald, ekki aðeins til að skapa með útlánum stærstan hluta þeirra fjármuna sem teljast til peningamagns í umferð heldur einnig til að því er virðist nánast ótakmarkaðrar gjaldtöku af þeirri sameiginlegu auðlind þjóðarinnar. Jafnframt hefur reynslan sýnt að þegar hin meinta áhætta af því að eiga banka raungerist þá lendir áfallið alltaf á almenningi, sem losnar því ekki undan þeirri áhættu þó bankar séu einkavæddir. Upplýst umræða um það fyrirkomulag bankastarfsemi sem hingað til hefur viðgengist hefur aldrei farið fram og almenningi hefur aldrei verið gefinn kostur á að taka lýðræðislega afstöðu til þess. Þvert á móti var því komið á fyrir löngu síðan af bankamönnum fyrir bankamenn á bakvið luktar dyr fjarri augsýn og án aðkomu almennings. Jafnframt hefur heimilunum ekki enn verið bætt það stórfellda tjón sem bankarnir hafa valdið þeim. Á meðan þessi staða er óbreytt er afstaða Hagsmunasamtaka heimilanna til einkavæðingar bankanna það líka. Samtökin eru því andvíg markmiði hins ofangreinda frumvarps eins og þau hafa verið andvíg öllum fyrri skrefum sem hafa verið tekin í sömu átt.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí