Því hefur verið haldið fram að undir núverandir ríkisstjórn þá hafi stjórnskiptan Íslands farið að líkjast æ meira því sem kalla mætti ráðherraveldi. Það er að segja að ráðherrar tækju ákvarðarnir innan síns ráðuneytis og væru lítið að stunda samráð sín á milli. Með enn öðrum orðum: nokkurs konar höfuðlaus her, þar sem hvert ráðuneyti fylgir flokksstefnu síns ráðherra.
Þetta á þó ekki við um matvælaráðuneytið, áður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið, undir stjórn Svandísar Svavarsdóttur síðustu ár. Eða svo segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona Vinstri grænna um árabil, en hún sagði sig úr flokknum um helgina eftir að grásleppufrumvarp var samþykkt á Alþingi. Hún segir að það eina sem ráðherrastól Svandísar hafi skilað, hafi verið að Vg tók upp stefnu Sjálfstæðisflokksins í sjávarúvegsmálum. Lilja Rafney útskýrir afsögn sína úr flokknum í pistli sem birtist á Bæjarins besta. Þar fær Svandís sérstaklega að heyra það, þó hún sé að vísu ekki nefnd á nafn. Svandís var sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2021–2022 og svo matvælaráðherra þar til á þessu ári. Lilja Rafney skrifar:
„Vinstri græn hafa verið með Matvælaráðuneytið þetta kjörtímabil og ekkert hefur verið gert til þess að styrkja Strandveiðar eða efla félagslega hluta kerfisins heldur þvert á móti tíminn nýttur í vinnu fjölmennrar Auðlindanefndar sem ekkert kom út úr fyrir þá minnstu í kerfinu og félagslega hlutann og Strandveiðarnar. Heldur var þar lagt til að hækka enn frekar kvótaþakið fyrir stórútgerðina í stað þess að taka á þeim veruleika að í mörg ár hefur verið gagnrýnt að þar væru kross eignatengsl og allt benti til þess að útgerðir væru komnar yfir leyfilega aflahlutdeild.“
Pistil hennar má lesa í heild sinni hér.