Tekur Svandísi til bæna

Því hefur verið haldið fram að undir núverandir ríkisstjórn þá hafi stjórnskiptan Íslands farið að líkjast æ meira því sem kalla mætti ráðherraveldi. Það er að segja að ráðherrar tækju ákvarðarnir innan síns ráðuneytis og væru lítið að stunda samráð sín á milli. Með enn öðrum orðum: nokkurs konar höfuðlaus her, þar sem hvert ráðuneyti fylgir flokksstefnu síns ráðherra.

Þetta á þó ekki við um matvælaráðuneytið, áður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið, undir stjórn Svandísar Svavarsdóttur síðustu ár. Eða svo segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona Vinstri grænna um árabil, en hún sagði sig úr flokknum um helgina eftir að grásleppufrumvarp var samþykkt á Alþingi. Hún segir að það eina sem ráðherrastól Svandísar hafi skilað, hafi verið að Vg tók upp stefnu Sjálfstæðisflokksins í sjávarúvegsmálum. Lilja Rafney útskýrir afsögn sína úr flokknum í pistli sem birtist á Bæjarins besta. Þar fær Svandís sérstaklega að heyra það, þó hún sé að vísu ekki nefnd á nafn. Svandís var sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2021–2022 og svo matvælaráðherra þar til á þessu ári. Lilja Rafney skrifar:

„Vinstri græn hafa verið með Matvælaráðuneytið þetta kjörtímabil og ekkert hefur verið gert til þess að styrkja Strandveiðar eða efla félagslega hluta kerfisins heldur þvert á móti tíminn nýttur í vinnu fjölmennrar Auðlindanefndar sem ekkert kom út úr fyrir þá minnstu í kerfinu og félagslega hlutann og Strandveiðarnar. Heldur var þar lagt til að hækka enn frekar kvótaþakið fyrir stórútgerðina í stað þess að taka á þeim veruleika að í mörg ár hefur verið gagnrýnt að þar væru kross eignatengsl og allt benti til þess að útgerðir væru komnar yfir leyfilega aflahlutdeild.“

Pistil hennar má lesa í heild sinni hér.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí