Þakkar Kristni ómetanlegt framlag

Julian Assange var hátt í tvo áratugi frelsissviptur með einum eða öðrum hætti. Saklaus.

Þetta segir einn kunnasti blaðamaður þjóðarinnar, Helgi Seljan í færslu á facebook þar sem Helgi þakkar öðrum blaðamanni, Kristni Hrafnssyni, sérstaklega fyrir hans mikla framlag, en Assange hefur nú verið látinn laus úr alræmdu fangelsi í Bretlandi.

„Almenningur um allan heim á Julian Assange meira að þakka en öllu pakkinu samanlögðu, sem svipt hefur hann frelsinu; að ógleymdum þeim sem sátu hjá og sögðu ekki neitt, þó þeir bæði gætu og ættu,“ segir Helgi.

„Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með úr fjarlægð, hvernig Kristinn Hrafnsson og félagar hans hafa lagt nótt við dag undanfarinn áratug, rúmlega, til þess að vekja athygli á þeim augljósu mannréttindabrotum sem framin hafa verið fyrir augunum à okkur,“ segir Helgi.

„Sem hafa sannarlega orðið til þess að kæla og fæla aðra frá því að gera það sem svo sannarlega veitir ekki af; að svipta hulunni af því sem verið er að fela fyrir okkur en kemur okkur samt meira við en flest; hvernig farið er með vald; hvernig svo sem það er tilkomið.

Það hefur oftast haft meiri og verri afleiðingar að segja frá óhæfuverkum, en að fremja þau eða fela.“

Það á svo sannarlega við um Julian Assange að sögn Helga:

„Og fyrir hann hefur hópur fólks barist, oft fyrir daufum eyrum og horfandi undir iljar ráðamanna, reynandi að fá áheyrn þeirra.  Þar hefur Kristinn verið óþreytandi.

Það hefur ekki alltaf verið auðvelt, þó ég hafi ekki heyrt Kristin kveinka sér. Og það þó hann sé ekki beint nýr; kominn à þennan aldur,“ segir Helgi og minnir almenning á að öll getum við gert betur.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí