128 missa vinnuna í stóru gjaldþroti

128 starfsmenn Skaginn 3 X missa vinnuna þar sem óskað hefur verið að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta.

Vilhjálmur Birgisson hjá Verkalýðsfélagi Akraness segir að fyrirtækið hafi verið einn stærsti vinustaður Akraness. Fjöldi afleiddra starfa tapist einnig. Sé um að ræða ólýsanlegt áfall.

„Til að setja fjölda þeirra sem missa atvinnuna við þetta gjaldþrot í eitthvað samhengi þá væri þetta eins og 2400 manns myndu missa atvinnuna í Reykjavík miðað við höfðatölu,“ segir Vilhjálmur.

Hann segir að kvótakerfið eigi stóran þátt í hörmungunum:

„Eins og flestir muna þá er búið að rústa öllum sjávarútvegi hér á Akranesi þökk sé fyrirkomulagi í fiskveiðistjórnarkerfinu. Það er t.d. rétt að rifja upp að árið 2004 voru 250 manns í vinnu hjá fiskvinnslufyrirtækinu Haraldi Böðvarssyni á Akranesi og það ár var landað um 170 þúsund tonnum og fyrirtækið greiddi á þriðja milljarð í laun. Í dag er allt farið!“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí