128 starfsmenn Skaginn 3 X missa vinnuna þar sem óskað hefur verið að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta.
Vilhjálmur Birgisson hjá Verkalýðsfélagi Akraness segir að fyrirtækið hafi verið einn stærsti vinustaður Akraness. Fjöldi afleiddra starfa tapist einnig. Sé um að ræða ólýsanlegt áfall.
„Til að setja fjölda þeirra sem missa atvinnuna við þetta gjaldþrot í eitthvað samhengi þá væri þetta eins og 2400 manns myndu missa atvinnuna í Reykjavík miðað við höfðatölu,“ segir Vilhjálmur.
Hann segir að kvótakerfið eigi stóran þátt í hörmungunum:
„Eins og flestir muna þá er búið að rústa öllum sjávarútvegi hér á Akranesi þökk sé fyrirkomulagi í fiskveiðistjórnarkerfinu. Það er t.d. rétt að rifja upp að árið 2004 voru 250 manns í vinnu hjá fiskvinnslufyrirtækinu Haraldi Böðvarssyni á Akranesi og það ár var landað um 170 þúsund tonnum og fyrirtækið greiddi á þriðja milljarð í laun. Í dag er allt farið!“