29 vindmyllur sem rísa upp í 200 metra hæð

Ef umhverfisrök munu ekki stöðva áætlanir eru líkur á að fyrsti vindorkugarður landsins rísi í landi Sólheima í Dalabyggð innan nokkurra missera. Vindorkan gæti skilað allt að 210 megawöttum ef settar verða upp 29 vindmyllur líkt og að er stefnt. Hallgrímskirkjuturn er rúmir 70 metrar til samanburðar.

Þetta má lesa í um­hverf­is­mats­skýrslu sem Qair Ice­land hef­ur lagt fram og er nú til kynn­ing­ar í Skipu­lags­gátt. Morgunblaðið í dag fjallar um málið en samkvæmt vefsíðu Quair er um franskt fyrirtæki að ræða sem hefur haslað sér völl á fleiri sviðum orku en bara vindi víða um heim. Tryggvi Þór Herbertsson, fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var árið 2002 ráðinn starfsmaður Quair. Hann hefur á fundum hér innanlands rekið áróður fyrir vindmyllugörðum eins og Heimildin hefur fjallað um.

Vindmyllugarðar eru mjög umdeild orkuöflun vegna sjónrænna áhrifa og hafa margir lýst áhyggjum af því að íslensk ferðaþjónusta sem gerir út á óspillt víðerni og óraskaðan sjóndeildarhring kunni að skaðast verulega. Landvernd er meðal gagnrýnenda.

Fram­kvæmda­svæði hins fyrirhugaða vindmyllugarðs í Dalabyggð er afar víðfemt og spannar um 3.208 hekt­ara á eystri mörk­um sveit­ar­fé­lags­ins Dala­byggðar. Búðardal­ur er um 23 kíló­metra vest­ur af fram­kvæmda­svæðinu. Borðeyri í 10 kíló­metra fjar­lægð í aust­ur.

Gert er ráð fyr­ir að fyrst verði 21 vind­myllu komið upp en átta bæt­ist svo við og er fyrirhugað að framkvæmdir taki 32 mánuði.

Sjá umfjöllun Moggans hér:

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/07/03/blodin_teygja_sig_200_metra_upp_i_loft

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí