Brottvísun Yazans hefur verið frestað

Mikil tíðindi bárust í gær, sem einhverra hluta vegna sigldu vel undir ratsjá flestra miðla.

Lögmaður fjölskyldu Yazans segir frá því við RÚV að nýjar málsástæður hafi komið fram sem hafi gert það að verkum að brottvísuninni hafi verið frestað. Upprunalega átti að vísa Yazan og fjölskyldu úr landi í byrjun júlí, en því hefur nú verið frestað þar til eftir Verslunarmannahelgina.

Ástæðurnar eru annars vegar þær að reglum var ekki fylgt í viðtali Útlendingastofnunar við Yazan, þar sem réttargæslumaður var ekki viðstaddur. Út af fyrir sig má velta fyrir sér hvers konar verklag það er sem krefst þess að stofnun þurfi að taka viðtal við barn varðandi hælisumsókn.

Hins vegar var ástæðan að reglum um mat á fötlun Yazans hafi ekki verið fylgt, en hann á við Duchenne-taugasjúkdóminn að stríða, eins og flestir vita. Alvarlegan vöðvarýrnunarsjúkdóm. Matið hafi ekki verið í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Lögmaður fjölskyldunnar, Albert Björn Lúðvígsson, segir því að reynt verði að taka mál Yazans upp að nýju.

Það eru sannarlega gleðifréttir þó sigurinn sé ekki unninn enn og ljóst er að mikil andspyrna og mótmæli almennings, sem þegar hefur haft áhrif, er ennþá þarfnast.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí