Fyrrum formaður KEA: Einokunartaktar KS

Mikil umræða er meðal sveitarstjórnarmanna í Norðausturkjördæmi um uppkaup KS á Norðlenska-Kjarnafæði. Margir lýsa áhyggjum af því að á grunni nýs búvörulagafrumvarps hafi viðskiptin orðið án þess að heimild hafi þurft til frá samkeppnisyfirvöldum.

Um það atriði snerist umdeilanleiki búvörulaganna í vor ekki síst. Forstjóri Kjarnafæðis hefur látið hafa eftir sér að um hagræðingu sé að ræða. Margir telja að viðskiptin skaði neytendur.

Benedikt Sigurðarson, fyrrum formaður KEA, rifjar upp að hann hafi lagt mikið á sig forðum til að fá samþykki fyrir því að KEA endurreisti Goða/Norðlenska og sameinaði sláturhús og kjötvinnslur á Akureyri og Húsavík.

„Tilgangurinn var að auðvelda bændum á svæðinu frá Eyjafirði og austur um að taka til sín reksturinn og byggja upp á forsendum vörugæða og byggðafestu,“ segir Benedikt.

„Tilgangurinn var ekki að KS næði að hrifsa til sín – og beita síðan einokunartökum,“ bætir hann við.

„Til einhvers var lagabreyting Alþingis knúin í gegn af VG og Sjálfstæðisflokknum,“ segir Benedikt.

Þórarinn Ingi Pétursson framsóknarþingmaður stýrði þingnefndinni sem breytti búvörulagafrumvarpinu milli umferða á Alþingi. Hann svaraði fyrir þær breytingar í þættinum ÞINGIÐ á Samstöðinni fyrir skemmstu og sagðist ekki óttast að lögin yrðu dæmd ólögleg vegna EES-skuldbindinga Íslendinga líkt og Neytendasamtölkin og Samtök atvinnurekenda hafa haldið fram, þau telja frumvarpið dæmi um spillingu þar sem neytendaréttur sé fyrir borð borinn.

Vísir hefur greint frá því í dag að Þórarinn Ingi, formaður atvinnuveganefndar, eigi sjálfur 0,8 prósenta hlut í Búsæld ehf., sem á rúmlega 43 prósent hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska hf.

Umsvif KS verða sífellt meiri í samfélaginu og munar ekki síst um stórgróða sem orðið hefur í sjávarútvegi hjá félaginu.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí