„Getum lært margt af Labour“ – Kristrún fagnar breytingum á Verkamannaflokknum

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, leikur víst á alls oddi í Bretlandi núna en hún fór í ferð til Bretlands til að aðstoða Verkamannaflokkinn í kosningabaráttu sinni og til að fagna með þeim sigri.

„Það er fyrst og fremst mikil eftirvænting í loftinu og fólk að vonast eftir breytingum. Við erum auðvitað að horfa upp á óvinsæla ríkisstjórn og mikil valdþreyta eftir fjórtán ár af forystu Íhaldsflokksins“, sagði Kristrún í viðtali við Vísi í dag.

Kristrún var þó ekki búin og sagði það „áþreifanlegt að fólk sér að það hafa orðið miklar breytingar á Verkamannaflokknum undir forystu Keirs Starmers“.

Af Facebook-síðu Kristrúnar

Verkamannaflokkurinn hefur úthýst öllu því sem kalla mætti vinstristefnu úr flokknum, bæði frambjóðendum, sitjandi þingmönnum og stefnumálum og þeirra í stað sett hægristefnu á oddinn sem og fulltrúa úr einkageiranum, fjárfesta og athafnamenn, sem frambjóðendur.

Fyrrverandi formanni flokksins, Jeremy Corbyn var bolað út úr honum eftir margra áratuga veru í flokknum og býður sig fram sem sjálfstæður frambjóðandi. Mótframbjóðandi hans frá Verkamannaflokknum í kjördæminu er milljónamæringur sem græddi grimmt á einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu.

Keir Starmer hefur sjálfur gengið á bak orða sinna og gagnrýnt Corbyn harðlega undanfarin misseri, en áður, undir forystu Corbyns, dásamaði hann stefnu hans og persónu. Þá hefur Starmer einblínt á hægri stefnu í efnahagsmálum, neitað að hækka nokkurs konar skatta á auðvaldið, dregið til baka loforð um úrbætur í velferðarmálum, innviðum og lækkun skólagjalda. Loforð Verkamannaflokksins um aukin fjárútlát til heilbrigðiskerfisins eru þannig minni upphæð heldur en eytt var á tímum harkalegs niðurskurðar í kjölfar efnahagshrunsins 2008.

Kristrún er engu að síður spennt yfir horfunum og fagnar greinilega breytingum Starmers á flokknum sem henni sýnist hafa verið til góðs.

Aðspurð vonast Kristrún til að hitta Starmer í kosningaveislu í kvöld, en hefur hingað til fundað með öðru háttsettu fólki í Verkamannaflokknum. Kristrún hefur þó hjálpað til: „Við erum líka búin að vera að hitta fólkið í landinu hérna, banka á dyr, hjálpa til við að sækja atkvæði heim og eiga samtalið við fólkið sem býr hérna. Og ekki bara í London heldur fólk líka í bæjum hérna á svæðinu.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí