Íslenska frumbyrjan miklu eldri en áður
Frjósemi Íslendinga er í frjálsu falli. Fyrir áratug skárum við okkur enn frá öðrum þjóðum vegna hárrar fæðingartíðni. Við nýttum Búsáhaldabyltinguna til að búa til fleiri börn þegar flestar aðrar þjóðið hefðu blásið barneignir út af borðinu vegna kreppu og minni fjárráða. En nú hafa hvörfin sem margir hafa beðið eftir orðið að veruleika. Við erum orðin eins og löndin í kring. Og það er ekki endilega til vansa.
Fæðingartíðni hefur aldrei verið eins lág á Íslandi og árið 2023. Frjósemi þarf að vera 2,1 barn svo viðhalda megi mannfjölda til lengri tíma. Frjósemi íslenskra kvenna árið 2023 var 1,59.
Munar þar einna mestu að mæðrum undir tvítugu hefur snarfækkað.
Meðalaldur frumbyrja var innan við 22 ár á sjöunda áratugi síðustu aldar.
Nú er meðalaldur frumbyrju á Íslandi um 29 ár samkvæmt tölum Hagstofunnar.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward