Margir slasaðir eftir árekstur í gærkvöld

Harður árekstur varð milli tveggja bifreiða í Breiðholti í gærkvöld.

Samkvæmt upplýsingum Samstöðvarinnar slösuðustu fimm til sex einstaklingar. Lögreglan veitir ekki frekari upplýsingar að svo stöddu.

Árið 2024 er tími bakslags í umferðaröryggi þar sem um tugur fólks hefur misst lífið í slysum.

Slysin hafa flest orðið á þjóðvegum landsins. Bílafjöldi landsmanna hefur farið úr 150.000 ölutækjum á níunda áratug síðustu aldar í um 300.000 eða nánast tvöfaldast.

Þá hefur orðið sprenging í komum ferðamanna. Álag á innviði ekki verið í neinu samræmi við umbætur og viðhald og áætlanir um úrbætur líkt og Miklubraut í stokk hafa verið til umræðu frá sjöunda áratug síðustu aldar án þess að nokkuð sé gert.

Ríkisstjórnin náði ekki samkomulagi um að klára samgönguáætlun á þinginu áður en því var slitið í sumar.

Samstöðin hefur ítrekað fjallað um banaslysin og álagið. Sjá viðtal við fulltrúa Samgöngustofu hér:

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí