Skaðvaldar spila fjárfestingaleiki með húsnæði – keyra upp verð og verðbólgu

Meginstraumsfjölmiðlar eru loksins byrjaðir að taka eftir helsinu sem ríkir á húsnæðismarkaði, ef marka má fréttaflutning Vísis í dag þess efnis að 9 af hverjum 10 nýbyggðum íbúðum það sem af er árinu 2024 hafa verið keyptar af fjárfestum.

Það ætti kannski að fagna því að augu Vísis hafi opnast fyrir þessari annars vel þekktu staðreynd sem að Samstöðin hefur fjallað rækilega um mánuðum saman og Leigjendasamtökin hafa varað við ennþá lengur. Tölurnar voru nefnilega orðnar ansi svartar á síðasta árið þegar á milli 7-8 af hverjum 10 nýbyggðum íbúðum var ryksugað upp af fjárfestum.

Það ástand húsnæðis sem fjárfestingavöru hefur ekki alltaf verið við lýði heldur er ástandið nýtilkomið. Hlutfall fjárfesta af kaupendum nýbyggðra íbúða var þannig aðeins 30% fyrir 3 árum síðan en hefur snarhækkað síðan.

Það blasir við að helsta ástæðan sé hinn gífurlega hái kostnaður húsnæðis þar sem almenningur á þess ekki kost að keppa við fjármagnseigendur við kaup á fasteign. Hins vegar má kafa aðeins dýpra í þá staðreynd því hár kostnaður stafar af nokkrum þáttum. Fyrir það fyrsta skapar mikill húsnæðisskortur mikla eftirspurn sem gerir það að verkum að fasteignaeigendur geta beðið um hærri verð fyrir eignir sínar þegar þær eru seldar.

Þetta mynstur af nær aleign fjárfesta á nýbyggðum íbúðum er þó í grunninn það að um er einmitt að ræða nýbyggingar. Þær eru ekki seldar af fólki, einstaklingum, heldur félögum og fyrirtækjum. Byggingaverktökum og byggingaþróunarfyrirtækjum. Þar er verðmiðinn keyrður áfram af einstaklega mikilli gróðaþörf margra aðila í ferlinu vegna markaðsleiðar í uppbyggingu íbúða.

Lóðabraskarar og eigendur þurfa sinn skerf, byggingaþróunaraðilar og verktakar þurfa sinn. Arkitektar, hönnuðir o.s.frv. þurfa allir sinn skerf og að lokum verður verðmiðinn á nýbyggða hagkvæma húsnæðinu svo svimandi hár að eignasterkir geta yfirboðið alla aðra við kaupin.

Hitt er það að engar hömlur eru á frelsi fólks til að ryksuga upp endalausum fjölda íbúða og húsnæðis. Það gerir það að verkum að eignafólk og fjármagnseigendur geta og hafa gert húsnæði að fjárfestingavöru. Húsnæði gengur þannig kaupum og sölum til gróða fyrir kaupendur, en ekki til heimilis. Hvort sem er keyptar íbúðir eru settar á leigumarkað með okurleiguverð, á skammtímaleigu til ferðamanna eða fasteignin sé geymd tóm og einfaldlega seld nokkrum mánuðum síðar þegar húsnæðisverð hefur hækkað að nýju og gróðinn tekinn út.

Leigjendur hafa lengi séð þessa þróun og vitað af henni. Íbúðir í nýbyggðum húsum auglýstar af hálfu ungmenna sem eru rétt skriðin út úr menntaskóla en hafa í krafti auðugra foreldra keypt nýbyggðar íbúðir og setja á gífurháa leigu eða fasteignasalar og miðlarar sem gera út nýbyggðar íbúðir með okurleigu og eru þá að sjá um skítverkin fyrir fyrirtækin og fjárfestana að baki eigninni. Þá er hlutfall leigusala sem virðast annaðhvort búa í Garðabæ eða Seltjarnarnesi grunsamlega hátt. Þetta er áralangt fyrirbæri sem verður síalgengara.

Fjárfestar, stórir eða smáir, hafa þannig keyrt upp öll húsnæðisverð sér sjálfum til gróðaaukningar. Þróunin er ekki ný af nálinni en síversnar þó samt sem áður. Hækkun á húsnæðisverði hefur gríðarlega eyðileggjandi áhrif á samfélagið, ekki síst verandi megindrifkraftur verðbólgunnar sem plagar okkur öll um þessar mundir.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí