Spá áframhaldandi hækkun fasteignaverðs
Allt bendir til að íbúðaverð á landinu haldi áfram að hækka næstu mánuði og misseri. Um þetta eru flestir fasteignasalar sammála.
Fasteignasalar hafa nefnt í samtölum við Samstöðina að hækkandi íbúðaverð hafi neikvæð áhrif á verðbólgu. Grindavíkuráhrifin svokölluðu hafi spennt upp kaupverðið.
Hákarlar sem kaupa upp íbúðahúsnæði til að græða á fjárfestingum hafa einnig verið leiðandi á markaði undanfarið. Þeir virðast veðja á hækkun íbúðaverðs, eftir því sem fasteignasalar segja, í ljósi þess að „hákarlauppkaup“ eins og einn fasteignasali orðar það, hafi verið langstærstur hluti viðskipta undanfarið.
Von er á vaxtalækkun í haust að mati fasteignasala. Verður forvitnilegt að sjá hvort eða hvaða breytingar verða þá á fasteignamarkaði.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward