Spillingarorðræða fær vængi með kaupum KS á Norðlenska og Kjarnafæði

Búið er að ganga frá kaupum Kaupfélags Skagfirðinga á hlut Búsældar og Kjarnafæðisbræðra þeirra Eiðs og Hreins Gunnlaugssonar í Kjarnafæði-Norðlenska.

Boðað verður til fundar í fyrramálið eftir því sem fram kemur á héraðsfréttamiðlinum vikubladid.is á Akureyri, sem sagði  fyrst frá kaupunum.

Meira en 100 manns fara nú undir atvinnuhatt KS til viðbótar öðrum sem voru fyrir. Félagið hefur verið með starfsstöðvar á Akureyri, Svalbarðseyri, Húsavík og Blönduósi.

Fulltrúar Samtaka atvinnurekenda, VR og Neytendasamtakanna voru mjög ósáttir við búvörulög sem voru samþykkt fyrir nokkrum vikum. Fyrirtæki í kjötiðnaði eru með frumvarpinu undanþegin samkeppnislögum á kostnað neytenda. Verður ekki annað séð en að yfirtakan nú sé gerð á grunni nýju laganna. Fulltrúarnir sögðu frumvarpið dæmi um hreina spillingu í samtali við Samstöðina. Þau orð fá vægi nú við þessar breytingar.

„Þetta er mjög ósvífið. Fæstir áttu von á aðÞórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri KS yrði svo snöggur að nýta sér nýju búvörulögin,“ segir ósáttur starfsmaður Kjarnafæðis sem óskar nafnleyndar í samtali við blaðamann Samstöðvarinnar.

Sjá frétt Vikublaðsins hér: https://www.vikubladid.is/is/frettir/kaupfelag-skagfirdinga-kaupir-kjarnafaedi-nordlenska-1

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí