Stærð Miðflokksins bein afleiðing af orðræðu Sjálfstæðismanna í útlendingamálum

„Þessi skoðanakönnun er að hluta til afurð þess að Sjálfstæðisflokkurinn tók upp hluta af málflutningi Miðflokksins í útlendingamálum. Í svona tveimur meginn ummælum formannsins síðasta vetur og í kjölfar þess að Samfylkingin tekur skref í sömu átt. Þú notar orðið að það hafi veitt Miðflokknum lögmæti og ég held að það sé rétt.“

Þetta sagði Eiríkur Bergmann stjórnmálaprófessor við Rauða borðið í gær en fór hann, meðal annars, yfir þau sögulegu tíðindi sem urðu í vikunni, þegar Miðflokkurinn mældist stærri en Sjálfstæðisflokkurinn í könnun Maskínu. Í stuttu máli þá segir Eiríkur að Sjálfstæðismenn geti sjálfum sér um kennt. Með því að taka upp harðan málflutning í útlendingamálum á sama tíma og flokkurinn er í ríkisstjórn, með dómsmálaráðuneytið í þokkabót, og því ábyrgur fyrir málaflokknum hafi ráðamenn í Sjálfstæðisflokknum búið til kjöraðstæður fyrir flótta kjósenda til Miðflokksins frá Sjálfstæðisflokknum.  

„Málflutningur forystumanna Sjálfstæðisflokksins og málflutningur formanns Samfylkingarinnar veitti orðum Miðflokksmanna í garð aðkomufólks lögmæti og svona réttmæti í umræðunni, sem verður til þess að þröskuldur kjósenda til að styðja Miðflokkinn hann lækkar. Það er þá auðveldari förin frá Sjálfstæðisflokknum, frá Samfylkingunni til að styðja þann sem hefur  mestan trúverðugleika í þeim málflutningi, sem eru yfirleitt upphafsmenn málsins, frekar heldur en sporgöngufólkið í hinum flokkunum,“ sagði Eiríkur við Rauða borðið.

Viðtalið við Eirík var þó rétt að byrja og þeir sem vilja fara dýpra ofan í málið geta séð viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí