„Það getur þýtt að á ákveðnum svæðum fer að rigna meira“

„Við verðum að átta okkur á því að það er eðlifræðilegt samhengi á milli þess að koltvísýringur eykst í lofthjúpnum, reyndar líka metangas, að þá leiðir það til á endanum til hærra hitastigs í lofthjúp jarðar. Þetta getur komið fram á mislöngum tíma og ólíkum hætti eftir heimshlutum, sum svæði eru viðkvæmari en önnur ekki. Þegar við erum farin að fikta í þessum kerfum, þá getur svo margt annað breyst.“

Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í viðtali við Rauða borðið í kvöld en hann segir þrátt fyrir þessi varúðarorð mikilvægt að anda með nefinu hvað loftlagsmál varðar.. Margt sem menn vilja meina sé að sé vegna loftlagsbreytinga sé í raun vegna annarra kerfisbreytinga, sem svo má að orðið komast. Þó er oft erfitt að átta sig á orsakasamhenginu.

„Þetta getur svo haft áhrif á hafstraumanna, það er búið að skilgreina ákveðna vendipunkta og ef það jafnvægi raskast, við dettum inn í eitthvað nýtt jafnvægi. Það getur þýtt að á ákveðnum svæðum fer að rigna meira,“ segir Einar.

Viðtalið við Einar má sjá og heyra í heild sinni við Rauða borðið í kvöld.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí