Snjódýptarmet í Reykjavík fallið og víða vesen

Fjöldi fólks hefur orðið fyrir töfum í morgun vegna illfærðar sem fylgir mikilli snjókomu á suðvesturhorni landsins. Met virðist fallið er varðar snjódýpt í október í Reykjavík. Stofnæðir, einkum Kringlumýrarbrautin, hafa verið tepptar og umferð er víða mjög hæg. Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun vegna ofankomu síðdegis á suðvesturhorninu.

Allnokkur óhöpp hafa orðið í morgun sem rekin eru til hálku. Lögreglan brýnir ökumenn, einkum á lélegum sumardekkjum, til að halda sig heima.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að spákort sem gildi til klukkan 16 í dag gefi til kynna mjög mikla úrkomuákefð á Suðurnesjum og þar með Reykjanesbrautinni.

Mæling snjódýptar kl. 9 í morgun við Veðurstofuna sýndi 27 sentímetra snjóþykkt.

„Líklega er það mesta mælda snjódýpt í Reykjavík í október,“ segir Einar.

Myndin er af spákortum sem Einar klippti saman og birti á facebook.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí