„Við verðum að átta okkur á því að það er eðlifræðilegt samhengi á milli þess að koltvísýringur eykst í lofthjúpnum, reyndar líka metangas, að þá leiðir það til á endanum til hærra hitastigs í lofthjúp jarðar. Þetta getur komið fram á mislöngum tíma og ólíkum hætti eftir heimshlutum, sum svæði eru viðkvæmari en önnur ekki. Þegar við erum farin að fikta í þessum kerfum, þá getur svo margt annað breyst.“
Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í viðtali við Rauða borðið í kvöld en hann segir þrátt fyrir þessi varúðarorð mikilvægt að anda með nefinu hvað loftlagsmál varðar.. Margt sem menn vilja meina sé að sé vegna loftlagsbreytinga sé í raun vegna annarra kerfisbreytinga, sem svo má að orðið komast. Þó er oft erfitt að átta sig á orsakasamhenginu.
„Þetta getur svo haft áhrif á hafstraumanna, það er búið að skilgreina ákveðna vendipunkta og ef það jafnvægi raskast, við dettum inn í eitthvað nýtt jafnvægi. Það getur þýtt að á ákveðnum svæðum fer að rigna meira,“ segir Einar.
Viðtalið við Einar má sjá og heyra í heild sinni við Rauða borðið í kvöld.