„Þessi kreppa, þessi verðbólga, þetta vaxtarstig er farið hafa áhrif á alla hópa“

Á morgun klukkan 16 hefur verið boðað til mótmæla fyrir utan Alþingi en á sama tíma mun þingsetning fara fram. Mótmælin eru skipulögð af mörgum helstu verkalýðsfélögum Íslands og er krafan að ríkisstjórnin fari í raunverulegar aðgerðir gegn háu vaxtastigi og verðbólgu.

Þessi mótmæli hafa verið sögð söguleg, en sumum hefur þótt það nokkuð djörf yfirlýsing svona fyrirfram, áður en mótmælin hafa farið fram. Einn af skipuleggjendum mótmælanna, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, verður gestur Rauða borðsins í kvöld en þar mun hann útskýra nánar hvað sé átt við með þeirri yfirlýsingu.

„Aðildarfélögin, stóru landssamböndin, hafa auðvitað komið að mótmælum áður, kannski svolítið í sitthvoru lagi. En ég man ekki til þess að stóru landssambönd stéttarfélaga tækju sig saman með þessum hætti til að mótmæla aðgerðarleysi ríkisstjórnar og krefjast einhverra aðgerða og það á þingsetningardegi. Ég hef ekki fundið neinn samanburð þar,“ segir Ragnar Þór og heldur áfram:

„Þessi kreppa, þessi verðbólga, þetta alltof háa vaxtarstig er auðvitað farið hafa áhrif á alla hópa, eða flesta hópa, með einum eða öðrum hætti. Meira að segja fólk sem skuldar lítið það er farið að átta sig á því að það verið að útiloka börnin þeirra, afkomendur þeirra, til að komast inn á húsnæðismarkaðinn.“

Viðtalið við Ragnar Þór má sjá og heyra við Rauða borðið í kvöld

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí