Sakar Miðflokksmenn um vonda meðferð á hans tíma: „Þetta voru margir mánuðir“

„Ég áttaði mig á því að það er ekki hægt að hafa áhrif innan Sjálfstæðisflokksins úr grasrótinni og upp. Ákvöðunarvaldið kemur ofan frá og neðan á. Kannski á það við um flesta núverandi flokka.“

Þetta segir Arnar Þór Jónsson, forsetaframbjóðandi og lögmaður, í samtali við Rauða borðið sem sýnt verður í kvöld. Arnar er búinn að stofna Lýðræðisflokkinn. Í kvöld mun hann segja okkur nánar frá flokknum, hægrinu og samfélaginu. Áður en hann tók þá ákvörðun að stofna nýjan flokk þá átti Arnar Þór í viðræðum við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, um að ganga í þann flokk.

Þær viðræður strönduðu, líkt og greint var frá í fjölmiðlum á áberandi hátt. En hvers vegna?

„Margir lögðu til við mig og það var raun þrýst mjög fast á mig að ég myndi kanna þetta með Miðflokkinn. Ég vil segja það hér, svona í ljósi fréttaflutnings síðustu daga, þar sem allskonar hlutum hefur verið hent á loft, að ég gerði engar kröfur gagnvart Miðflokknum um eitt né neitt. Ég fór ekki fram á neina formennsku né varaformennsku. Ég hugði ekki á neina yfirtöku og gerði engar launakröfur. Ég gerði ekki einu sinni kröfu um oddvitasæti,“ segir Arnar Þór.

Hann segir að á endanum hafi einfaldlega komið í ljós að menn voru ekki á sömu blaðsíðu. „Hugmyndir sem aðstoðarmaður minn setti á blað og birti en við fengum aldrei boltan til baka. Á endanum rann þetta út í sandinn. Þetta var vond meðferð á mínum tíma. Þetta voru margir mánuðir,“ segir Arnar Þór en bættir þó við:

„Þetta voru vinsamlegar viðræður og gott að hitta þessa menn að máli, ekkert að því.“

Arnór Þór verður gestur Rauða borðsins í kvöld og mun segja okkur nánar um nýjasta flokk Íslands, Lýðræðisflokkinn.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí