„Stórfrétt þegar Alþingi brýtur gegn stjórnarskrá“

„Það hlýtur að vera stórfrétt þegar Alþingi brýtur gegn stjórnarskrá. Að láta verkin tala þegar barist er gegn spillingu. Ég er því afar stoltur af þessari niðurstöðu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og frambjóðandi Flokk fólksins, á Facebook en hann vísar í dóm Héraðsdóms Reykjavíkur.

VR og Neytendasamtökin höfðuð mál gegn Samkeppniseftirlitinu vegna breytinga sem gerðar vour á búvörulögum. Héraðsdómur komast að þeirri niðurstöðu að málsmeðferð Alþingis hafi brotið í bága við stjórnarskrá og frumvarp um breytingar á búvörulögum hafi ekki náð áskildum fjölda umræðna á þingi samkvæmt 44. gr. stjórnarskrárinnar. Þetta þýðir að sú breyting sem gerð var á búvörulögum og samþykkt á Alþingi fyrr á þessu ári hefur því ekki lagagildi.

Í sameiginlegri tilkynningu Neytendasamtakanna og VR er haft eftir Breka Karlssyni, formanni Neytendasamtakanna, að mikilvægt sé að Samkeppniseftirlitið taki málið tafarlaust til skoðunnar. „Það er mikilvægt að Samkeppniseftirlitið taki sameiningar kjötafurðarstöðva til tafarlausrar skoðunar til hagsbóta fyrir neytendur og að Alþingi læri af þessu,“ segir Breki.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí