12.500 gegn laxeldi í Seyðisfirði
Um 12.500 manns höfðu í morgun skrifað nöfn sín á lista þar sem sjókvíaeldi í Seyðisfirði er mótmælt. Andmælafrestur við leyfi MAST rann út í gær.
Katrín Oddsdóttir, talsmaður átaksins, sagði nú á níunda tímanum að undirskriftalistinn verði opinn fram í mars. Henni finnst eldið óhæfa og benti hún á í viðtali á Samstöðinni nýverið að mikill meirihluti Seyðfirðinga væri gegn eldinu.
Katrín hefur uplýst að hún hafi hitt Jens Garðar Helgason, þingmann Sjálfstæðisflokks á bar um helgina, og hafi þingmaðurinn, sem er nátengdur hagsmunum fiskeldisframleiðenda, upplýst að of seint væri að stöðva eldið.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward